Enn eitt áróðursflugið.

 

Keflavíkur flugvöllur er búin bestu aðflugstækjum sem fáanleg eru. 

Þetta er herflugvöllur sem gerður er til þess, að geta tekið á móti flugvélum í verstu skilyrðum.

100m skyggni er engin ófæra, ekki einu sinni á meðal vel búnum flugvöllum, ef miðvallar og hallageislar eru til staðar.

Ástæða þessa er einfaldlega sú, að nú er verið að semja við Borgaryfirvöld um Flugstöð.

Þegar Flugstoðir eða FLgrúppan sem er nú Icelandair, verða hræddir um, að alvara verði gerð að því að losna við þetta Bretarusl úr Miðborginni og gera unnt, að þróa hana áfram þannig að háborg menntunar verði þar, með háskólatengdri starfsemi en ekki svæði með gömlum stríðsminjum.

Jafnvel Þjóðverjar lögðu niður einn flottasta flugvöll Evrópu í Berlín og var sá ekki neitt nálægt því eins mikið fyrir róun Berlínar eins og þetta rusl í Vatnsmýrinni.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Lentu í Reykjavík vegna þoku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHA. Ertu virkilega svo einfaldur að þú haldir að fjórir flugstjórar (hjá tveimu flugfélögum) taki sig saman og ÁKVEÐI að lenda í Reykjavík bara til þess að koma með áróður fyrir vellinum? Hefurðu hugmynd um hve mikill kostnaður fylgir svona breyttum lendingarstað? Heldur þú virkilega að Icelandair sætti sig við að öll áætlun þeirra raskist með þeim óþægindum sem því fylgir bara til að setja fram svona fullyrðingu?

Passaðu þig svo á geimverunum.

Guðmundur (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 11:56

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Guðmundur minn, ég er alveg klár á því hvað sona kostar.

Ég veit einnig, að það er ekki bara hagsmunir þessara félaga, að halda vellinum opnum, heldur eru það trúabrögð hjá sumum sem eru við stjórn þessara fyrirtækja.

 Líttu á hvernig búnaður er á Keflavíkurflugvelli til leiðsagnar við lendingu.

300feta skygni er nægjanlet fyrir þennann búnað og vel það.

Passaðu þig á svona áróðri hjá flugfélöunum og Flugstoðum.

Bjarni Kjartansson, 5.8.2010 kl. 12:36

3 identicon

Sæll Bjarni.

 Enn og aftur toppar þú sjálfan þig í fyrirlitningu á Rvk. flugvelli en rétt skal samt vera rétt.

Í fyrsta lagi þá ertu að rugla saman skyggni og skýjahæð að því virðist.

Keflavíkurflugvöllur er ekki búinn bestu aðflugstækjum sem fáanleg eru. Völlurinn er einungis svokallaður Category 2 sem þýðir að veðurlágmörk eru 100 feta skýjahæð og skyggni að lágmarki 300 metrar. Þarna var skyggni 100 metrar.

Til samanburðar er Reykjavíkurflugvöllur með Category 1 aðflugsbúnaði sem heimilar vélum að lenda með 200 feta skýjahæð að lágmarki og 550 metra skyggni. Reyndar haga aðstæður því að lægsta lágmarkið í Reykjavík er 236 fet.

Sú fullyrðing að sú ákvörðun um að lenda í Reykjavík vegna einhvers pólitísks lobbíisma stenst engan veginn. Hvaða hagsmunir eru það að láta hátt í 700 manns bíða í vélunum uns léttir til í Keflavík fyrir utan kostnaðinn og óhagræðið af því að vélarnar séu að lenda á öðrum stað en áfangastað. Viðskiptavinir missa af tengiflugum sem og seinkun verður á áætlun til flestra áfangastaða í kjölfarið. Einnig fylgir því kostnaður við að ræsa út mannskap til að manna flugturn ofl. þar sem völlurinn er lokaður að næturlagi.

Reykjavíkurflugvöllur er auðlind sem flugmenn reyna að umgangast af varfærni, einmitt til að styggja ekki miðbæjaríhöld líkt og þig.

Kveðja,

Jón

Jón (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 17:03

4 identicon

Tessar órokstuddu samsaeriskenningar eru vart svaraverdar, en, ég get ekki annad en maelt med tvi ad tu kynnir ter einfaldar stadreyndir adur en tu ferd ad skrifa. Ef tu vilt ad folk taki tig alvarlega. Eins og Jón bendir á her ad ofan er KEF adeins med CAT II ILS med 100' og 300m lámark. Tad kostar óhemju fjarmuni ad koma vellinum i CAT IIIC sem hefdi bjargad tessum eina degi. Afsakadu stafsetninguna, eg er ad nota Enskt lyklabord. Bestu kvedjur i midborgina :-)

Ingvar T (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband