Sannanir hrannast upp.

 

Enn eru sannanir að hrannast upp, að ég hef líklega haft á hárréttu að standa um EES samningana á sínum tíma.  Ég sagði þá brot gegn fullveldi og vildi frekar ,,TVÍHLIÐA"  samning, líkt og Sviss hefur nú.

Ekkert og ég meina ekkert hefur fengist með veru okkar í EES annað en hrun og leyfi fyrir þjófa að fara ránshendi um sjóði landsmanna og greiðingu þeirrar brautar sem þessir fóru með féð út úr landinu.

Samskipti okkar við þessa ,,vini okkar" er á einn veg, ofríki og hroki.

Minnugir þess, hvernig Svíar, Norðmenn og Danir tóku undir hótanir og þvinganir Breta og Hollendinga, segi ég,a ð við höfum ekkert við nánari tengingar við þetta lið að gera.

 Sem frjálsbornir menn skulum við segja okkur frá EES samningum og hefja frjálst líf líkt og Svissarar. 

Allir peningamiðlar í BNA segja okkur ekki eiga að greiða cent og ofríki Breta sé ólíðandi.  Við ættum að skoða frekari viðskipti við BNA hvað varðar Saltfisk og annað sem við höfum að bjóða.  Þó að stórbokkaskapur sé nokkur þar, er ódóin færri og ráðaminni en í City

Miðbæjaríhaldið

Þjóðlegur að vanda


mbl.is Samningsbrotamál líklegast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt.

marat (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 15:56

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"You may be on to something!" ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2011 kl. 16:26

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Bjarni ég er á því að þetta er það sem við eigum að gera.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.2.2011 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband