Sýndu mér póstinn þinn og .....

Svona sendingar lýsa höfundi þeirra best.

 

Björn Bjarnason hefur verið vinnusamur við að bertumbæta aðstæður til löggæslu hjá okkur.

 

Það er alkunna, að þeir sem slíkt gera verða ævinlega skotspónar þeirra ssem vilja ekki aukið eftirlit, einhverra hluta vegna og oftar en ekki hjúpa þeir það í andstöðu við ,,Stóra bróður".

 

Það er ekki búið að kenna mönnum meðalhóf í aðgerðum en það þarf að gera.

 

Hvern á að leiða til ábyrgðar vegna kílómetra langra bílaraða tvisvar á hverjum virkum degi vikunnar, þegar fólk er að fara í og úr vinnu?  Þá komast neyðabílar hvorki lönd né strönd, sérstaklega ekki til eða frá Landsanum við Hringbraut, þar er allt teppt og einnig til og frá höfuðstöðvum neyðabíla við Hlíðarfót.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is „Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Tek undir þær skoðanir sem Miðbæjaríhaldið setur hér fram

Sævar Helgason, 24.4.2008 kl. 10:11

2 identicon

Heyrðu félagi! Ég er kominn með svo mikla leið á þessum orðum:

" Hvern á að leiða til ábyrgðar vegna kílómetra langra bílaraða tvisvar á hverjum virkum degi vikunnar, þegar fólk er að fara í og úr vinnu?  Þá komast neyðabílar hvorki lönd né strönd, sérstaklega ekki til eða frá Landsanum við Hringbraut, þar er allt teppt og einnig til og frá höfuðstöðvum neyðabíla við Hlíðarfót."

Veistu! Að ef bílstjórar myndu allir sem einn keyra á löglegum hraða í vinnuna á morgnana þá myndi Reykjavík stíflast! Miðað við hversu margir bílar eru í Reykjavík og hversu langar göturnar eru þá er ekki möguleiki fyrir þessi ökutæki að rúmast fyrir á götum borgarinnar á sama tíma.. Og hverjum er það að kenna. Þetta þýðir að ÞÚ ert lögbrjótur á hverjum morgni ásamt öllum öðrum.  Asnalegt þegar fólk tuðar um hvort neyðabílar komast eitthvað hingað og þangað ef þetta og hitt er gert.

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:15

3 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Væntanlega yrði Þröstur ánægður, lenti hann í þeirri aðstöðu, að þurfa á neyðarbíl að halda, en fengi þau svör að hann þyrfti að bíða vegna mótmæla sem væru í gangi, hann líklega segði rósemin uppmáluð í símann " þú segir þeim bara að koma þegar þetta er búið, ég bíð bara rólegur"

Anton Þór Harðarson, 24.4.2008 kl. 10:31

4 Smámynd: Davíð Arnar Þórsson

Tek undir skoðanir Miðbæjaríhaldsins, það er síðan ansi ströng skilgreining á lögregluríki ef allar aðgerðir lögreglu eru tiltækar á netinu og sjónvarpað í beinni án afskipta.  Auk þess sem við fáum frjálst að blogga um þær.  Þvílíkt lögregluríki!

Davíð Arnar Þórsson, 24.4.2008 kl. 11:11

5 identicon

Jájá Anton!! EF EF EF EF... hehe Alltaf sömu skrifin frá fólki eins og þér. Kannski dettur fugl á hausinn á þér einn daginn og þú þarft nauðsynlega á sjúkrabíl að halda en þeir eru allir uppteknir við annað. Úps Hvað gera bændur þá? Þú getur skrifað svona ef þú vilt en það skilur bara ekkert eftir sig.

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 11:59

6 identicon

Það eru langar bílaraðir alla daga. Ég held að það sé ekkert spennandi fyrir sjúkrabíl að keyra neyðarakstur eftir td. bústaðaveginum milli 16 og 17 á föstudegi. En þeir geta það samt. Ef bílstjórar eru að skapa svona ógurlega hættu með þessu, þá hefði það veri fyrsta verk lögreglunar að opna götuna í gær, frekar en að brjótast inn í bíla á bílastæði sem voru ekki fyrir neinum.

Ráðherrar segja að þetta sé ekki rétta leiðin til að mótmæla, það eigi að ræða málin, en hvað hefur komið út úr þeim viðræðum? Ekkert, þó þær hafi staðið yfir í meira en tvö ár. 

Jón Gunnar (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 13:32

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri bloggvinur: Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar

Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 14:51

8 Smámynd: haraldurhar

    Eg get tekið undir að Björn Bjarnason hafi verið vinnusamur, en ekki að samaskapi skarpskygg á ástand  þeirra mála er undir hann heyra. 

   Fyrir mér er eins og hann hafi aldrei komist út úr kaldastríðs hugsunni, og sér andstæðina í hverju horni, auk þess að byggja upp lögreglu, með eflingu miðstýrinar hennar og ráðningu forstöðumanna hennar er hafa margir hverjir undarlegan hugarheim, svo ekki sé fastar kveðið að orði.

   Mótmæli vörubílstjóra á undaförnum vikum hafa þróast út í hreina réttidabaráttu þeirra er minna hafa á handa milli, auk þess sem öllum almúganum finnst gert lítið úr  sér í baráttuni um brauðið. ráðamenn þjóðarinnar á sífelldum flækingi erlendis, og hafa meiri áhuga á ópíumræki í Afganistan, en hvort allmenningu hefur í sig eða á hér á landi.

   Björn fór til Chile og var á aðra viku í þeirri ferð, til þess eins að skoða gæði stálsins er notað er í botnstokkana á nýju varðskipi, hvað skildi svona flandur kosta mig og þin??

haraldurhar, 24.4.2008 kl. 17:12

9 identicon

Heill og sæll; Bjarni og þökk fyrir allt gamalt og gott !

Bjarni ! Það liggur í augum uppi; hverjir ábyrgðina bera. Það er sjálfumglaða ''stjórnar'' sveitin, og fylgisveit hennar, við Austurvöll. Sumir ráðamanna, virðast bera þá fölsku von, með sér, að Íslendingar séu svo treggáfaðir, að sjá ekki, hversu komið er, fyrir valdastéttinni, hver komin er langt með, að mála sig út í horn, með ÖLLU, segi og skrifa,, öllu framferði sínu, að undanförnu.

Málið snýr ekki bara, að atvinnubifreiðastjórum. Sjáum; t.d., fyrirhugaða atlöguna, að bændastéttinni, sem afurðastöðvunum og öðrum þjónustu aðilum bænda.

Ótal dæmi önnur, mætti nefna. Fólk er; einfaldlega, búið að fá nóg, af þessum hælbýtum, suður í Reykjavík.

Sævar Helgason, krati,, ætti nú bara, að biðja okkur hin, afsökunar á slepju sinni, sem fylgispekt og hollustu, við Aumingjafylkinguna (''Samfylkinguna'') !!!

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 17:21

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við drepum engan og óskum engum dauða - nema auðvitað í nafni ríkisins.

Ofbeldi og lygar og falsanir og valdbeiting fá einhvers konar sótthreinsun og lögmæti ef það er á vegum ríkisins.

Þá er það einhvers konar normalíseruð siðblinda. En það er ekkert nýtt, þannig var það áður en gervilýðræði nútímans var fundið upp. Ofurvald kónga og keisara og óskeikulleiki kom beint frá guði (ósýnilegum og óskýranlegum geimgaldrakalli. Núna eiga hagsmunir svok. heildar að vera mikilvægari en hagsmunir einstaklinganna sem þó mynda téða heild og væntanlega skaffa henni heimildir. Það er álíka og að halda því fram að 2 plús tveir séu fimm. Þarna er eitthvað sem verður til úr engu - sem fyrr. 

Baldur Fjölnisson, 26.4.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband