Verið hræddir --verið MJÖG hræddir!!

Gæti verið yfirlýsing frá ofurelítunni, að menn haldi sig á skoðanamottunni og þegi, þrátt fyrir að undan svíði.

Svona stjórnendur koma algeru óorði á einkarekstur og viðskiptafrelsi, líkt og rónar á Brennivín.

 

Ef menn þola ekki að sjá gerðir sínar tíundaðar á bloggsíðum er aðeins eitt við því að gera, FARA VARLEGAR OG OFBJÓÐA EKKI RÉTTLÆTISKENND meðbræðra sinna.

Með von um, að stjórendur Toyota sjái að sér og ráði drenginn aftur og biðji sína viðskiptaVINI afsökunar á framferði sínu við starfsmenn, sem eru þar til að þjónusta og aðstoða viðskiptaVINI Toyota en ekki afsaka spandans eigenda fyrirtækisins.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð samlíking hjá þér! Eins og rónar koma óorði á brennivín.

Tími þeirrar hegðunar sem forstjóri og framkvæmdastjóri Toyota sýna er liðinn. Ég er mjög feginn að ég er ekki í viðskiptum við Toyota. Á góðan Ford Focus sem Brimborg auglýsir sem verðugan keppinaut við Toyota. Ég vona bara að Brimborgarmenn fari ekki að haga sér á þennan hátt líka.

 Það er vonandi að strákurinn verði ráðinn aftur, beðinn afsökunar og forstjórinn settur á eðlilegan bíl til fyrirmyndar.

Valdimar (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband