VÆLUKJÓI með asklok að himni.

 

Hagfræðingar landsins eru hverjir af öðrum að gera sig að brjóstumkennanlegum vælukjóum og það sem verst er, --þeir taka með sér pólitíkusana, sem ekki þora að andmæla þeim.

Það er gersamlega útí hött, að við uppskerum virðingu með því að leggjast undir svona braskara, sem afar margir af ,,kröfuhöfum" á hendur bankana eru.

 Það hefur nú aldeilis heyrst í ,,kröfuhöfunum" okkar í gömlu bankana.  Kröfur um, að Kaupþing borgi veðmál sem gerð voru í stöðutöku GEGN ísl þjóðinni.

 Ef menn yfirleitt hlusta á þann söng, að ,,VIÐ EIGNUMST VINI",--ENDURTEK VINI, MEÐ ÞVÍ AÐ LEGGJAST NIÐUR OG BJÓÐA AFNOT AF SKROKK ÞJÓÐ'ARINNAR, til að friðþægja fýsnum braskara í auðfenginn gróða, eru menn virkilega á villigötum.

Það er þekkt í Mannheimum, að borin er virðing fyrir þeim, sem berjast þrátt fyrir ofurefli en leggjast ekki niður og láta það verða er verða vill.

Ef hreðjar eru undir ráðamönnum biðja þeir svona aumingja aldrei þrífast og láta af kennslu í svona fræðum, því nægar eru úrtöluraddir og nægar eru syndir þeirra Hagfræðinga sem voru í KLAPPLIÐINU OG FREYÐIVÍNSFUNDAHÓPUNUM, þegar þjófar riðu um héruð og töldu menn á, að þar færu miklir höfðingjar sem allt gætu og væru ósnertanlegir með öllu.

 

Meistarar ei meir --ei meir.

 

Miðbæjarihaldið


mbl.is Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held þú þurfir að lesa fréttina aftur ..

Fransman (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Einar.

Ef þú nú tækir erftir því sem sett er fram í fréttum, gæti opnast glufa í sálarglugga þínum á, að það voru svonefndir útrásarvíkingar sem voru að taka lán og endurlána að mestu til útlendra viðskipta vina sinna, hver svo sem viðskipti þeirra voru önnur en fram kemur opinberlega.

Þjóðartekjur okkar væru miklu mjög hærri, hefði ekki verið lagt svo mikið uppúr Armani-klæddum þjófum og ,,hag"kerfi þeirra.

Þjóstur sá er heyrist ú r skrifum þínum í garð þjóðholklra er sem endurómun þýlyndra manna hér áður og fyrrmeir og lesa má um í sögum okkar.

Megi þér batna sem fyrst en ef ekki, megir þú búa sem lengst frá ströndum landsins bláa í Norðri.

Bjarni Kjartansson, 20.2.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband