Lilja sem vill láta að sér kveða.

 

Sá í Fréttablaðinu, að Lilja Mósesdóttir hyggist endurflytja endurbætt frumvarp um veð og þessháttar.

Samtök fjármálafyrirtækja og banka sigruðu fyrstu orrustuna en ef framtíð á að vera einhver á landi hér, má stríðið ekki tapast við ÓLÖG Verðtryggingar og fullnusturéttar í innheimtumálum, nóg hafa þessi lög fætt af sér hörmunga og tragedíur innan fjölskyldna.

 

Ég mun fara gegn hverjum þeim þingmanni, sem greiðir atkvæði GEGN væntanlegu frumvarpi, hvað í flokki sem þeir kunna að vera.

Afkomendur mínir mega ekki verða veiðidýr óprúttinna ,,lánadrottna" sem hafa hingað til talið sig geta breytt forsendum og umgjörð lánasamninga einhliða og að vild. 

Þeim hefur liðist að ráðast á gegnið og breyta vöxtum, bæði í skjóli Verðtryggingar og með því að geta nánast bundist samtökum um, að auka þenslu og skrúfa upp verð á tiltekinni ,,vöru" á markaði svo sem bílum, húsnæði og allskonar bóludóti.

Setti þetta inn hjá Halldóri Jónssyni og læt það fylgja hér, því það á erindi inn í umræðuna um réttarbætur undirokaðra skuldara.

Ég hygg að það sé leitun að þjóðfélagi í hinum ,,siðmenntaða" heimi, hvar innheimtu-löffar geta farið svo með fyrrum viðskipta,,VINI" bankana og geta svo kyrfilega kjöldregið viðkomandi og oftlega fengið að berja á fjölskyldum þeirra einnig.

Dæmin eru ljót, skelfilega ljót og svo eru þessum guttum hampað af banka og ,,viðskipta mönnum" út um allt.

Hér kemur innleggið til HJ

 

Mæltu manna heilastur.

Svo fannst mér afar ,,viðeigandi" eða hitt þó tilvitnuð ummæli í andófi bankana gegn frumvarpinu.  Þetta birtist í Fréttablaðinu, lesendum til athlægis ;

Samtökin telja það jafnframt „óviðunandi íhlutun í samnings­frelsið að löggjafinn grípi fram fyrir hendur samningsaðila með afturvirkri löggjöf og ónýti þannig gerninga sem þeir hafa sammælst um." Tekið er fram að samtökin telji „afturvirk lög veikja traust á réttarskipaninni meðan festa í löggjöf tryggir öryggi í viðskiptum". Samtökin telja að verði frumvarpið að lögum megi leiða að því líkur að einhverjir kröfuhafar láti reyna á lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómi „og krefjist bóta vegna krafna sem til var stofnað fyrir gildistöku laganna og þeim er gert að gefa eftir samkvæmt lagaboði".

Semsagt ÞEIR mega ráðast á gegnið og setja verðbólgu og hækkunarferli í gang að vild EN ekki ríkið til verndar veiðidýrum bankana og löffana.

Bankarnir réðust að gegni Krónunnar með markvissum og undirbúnum hætti ársfjórðungslega sem sjá má á gröfum út gefnum af SÍ um útstreymi gjaldeyris og síðan gengisvísitölu eftir ákvörðun ,,verðbótaþáttar vaxta" í verðtryggingu.

Mun styðja þig í að stuðla að framgangi þjóðhollra stjórnmálamanna innan Sjálfstæðisflokksins.

Miðbæjaríhaldið.

Bjarni Kjartansson, 24.8.2009 kl. 08:48


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þú tókst eftir því Bjarni að ég gerði slíkt heit sem þú, að veita engum í pólitík sem ætlar að vera á móti þessari réttarbót. Ég vona að væntanlegir atkvæðasnapar í prófkjörum taki eftir þessu hvað við báðir segjum. Og við þetta munum við standa.

Halldór Jónsson, 24.8.2009 kl. 23:41

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

"Löngum vildu margir Lilju hafa kveðið í kút..."

Steingrímur Helgason, 25.8.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband