Seint verður um vinstrið sagt, að þar fari kappar.

 

Heiglar og undirlægjur er frekar hægt að hafa yfir þetta lið.

Allt gefið upp og Alþingi niðurlægt með því að láta Breta og Hollendinga, hvorutveggja fyrrum nýlenduþjóðir, setja okkur fyrir um, hvernig lagabókstafurinn á að vera.

Ekki staðið á rétti okkar heldur tekinn réttur erlendra kúgara-- (í gegnum AGS og ESB með hrísvöndinn á hryggjarstykki Noregs) --varinn út í drep.

Þjóðhollir geta svona lydduleppar vart talist, frekar munu þeir í sögunni verða nefndir Þjóðníðingar og leppar erlends valds.

Þegar ég hugsa aftur, man ég ekki í svip eftir neinum kappa af vinstri væng, nema ef vera kynni Hannibal.  Jú víst var dugur í Áka Jakobssyni, á hann vildi ekki ,,skreyta" hýbýli sín með myndum af Lenín og Stalín.  Það kvað hafa mælst illa fyrir meðal trúaðra Sósa í þann tíð.

Alltaf stutt í undirlæjuháttinn á þeim bæjum.  Hyski þaðan mun því ætið vera andstætt íslenskum hagsmunum, heldur leggjast undir erlent vald án mótstöðu eða spurninga.

Brjóstumkennanlegt hjá þessu liði.

Miðbæjaríhaldið

Þjóernissinni og ann ættjörð sinni mjög.


mbl.is Óviðunandi niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Því miður hefur þú enn & aftur rétt fyrir þér Bjarni...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 19.10.2009 kl. 11:21

2 Smámynd: Sævar Helgason

Þú gleymir aðalhetjunum sjálfum strandhöggsmönnunum í Englandi og Hollandi. 

Hvað heita þeir nú aftur ?

Björgólfur hinn eldri og Björgólfur hinn yngri - síðan kemur hann Kjartan Gunnarsson og restina reka þeir Halldór J. K. og hinn spengilegi Sigurjón Þ. Árnason-allt saman gegnheilir Flokksmenn til áratuga.

Alveg synd að geta ekki notað þá til þeirra skítverka að reka ICESAVE úr landi... þeir þekkja gaurinn...sjálfir hönnuðirnir

Sævar Helgason, 19.10.2009 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband