Stórfurðulegt, að opinberar stofnanir hvetji til áframhaldandi lögbrota.

 

Nú fellur mér allur ketill í eld.

Þetta hefði þurft að segja mér þremur sinnum hér áður og fyrrmeir, þegar menn báru snefil af virðingu fyrir lögunum.

Hér eftir mun það líklega verða óréttlátt, að þjófagóss verði gert upptækt án skaðabóta.

Nú eru Seðló og fjármál ,,eftirlitið" að leggja til nýjan sið, að þjófar fái bætur fyrir ólöglega teknar peningalegar tekjur.

Okkur var kennt, að ef menn höfðu hagnað af ólöglegri starfsemi, væri sá hagnaður allur upptækur gerður.

 

Nú hefur Komminn í Seðló, höfundur peningamálastefnunnar sem fylgt hefur verið um nokkuð árabil, sett ,,reglur" eða viðmið fyrir þá sem stunduðu ólögleg viðskipti með peninga, að halda áfram með sína starfsemi breytta en ekki samt alveg rétta.

 

Vonandi tekur Hæstiréttur sig til og flengir þetta lið.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Zebitz

Hjartanlega sammála.

Guðmundur Zebitz, 30.6.2010 kl. 09:54

2 identicon

Já það er ekki skrítið að erlendar glæpaklíkur leiti hingað, því það er orðið FLOTT og áhættulaust að vera glæpon á Íslandi.

Biggi (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 09:58

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Vitleysan hér á landi virðist engan endi ætla að taka. Loks þegar var farið að glitta í smá réttlæti og virðingu gagnvart lögum þá kemur þetta.

Sumarliði Einar Daðason, 30.6.2010 kl. 09:58

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Mér sýnist þurfa að fara að skálma á Austurvöll.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 30.6.2010 kl. 09:58

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn fer eftir tilmælum ríkisstjórnar VG og Samfylkingar kjörorð ríkisstjórnarinnar er allt fyrir fjármálafyrirtækin, en látum heimilin blæða.

Rauða Ljónið, 30.6.2010 kl. 10:19

6 identicon

Langatöng er komin hátt á loft.  Sú hin sama og viðskiptaráðherra talaði um á Austurvelli fyrir stutu síðan.  Langatöng í fullri stöng er það sem blasir við landsmönnum núna. 

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 10:28

7 identicon

Bjarni, er ekki rétt að leggja til að Hæstiréttur verði lagður niður? Ég sé ekki ástæðu til að hafa dómara á ríflegum forsætisráðherralaunum við það að kveða upp einhverja dóma sem ekki á að fara eftir nema stundum, þegar það hentar! Þarna næðist fram ágætur sparnaður fyrir opinbera. Síðan mætti fela kommanum í Svörtuloftum það hlutverk að kveða upp úrskurði í álitamálum eftir eigin geðþótta án þess að hækka við hann launin. Þá þyrfti ,,hjónan'' í stjórnarráðinu ekkert að hafa frekari áhyggjur af einu né neinu. Skjaldborgin um fjármagnseigendur endanlega orðin skotheld og veiðileyfið á skuldara þessa lands endanlega staðfest!

En að öllu gamni slepptu, þá gengur þetta ekki lengur, þessi ömurlega ríkisstjórn sossa og komma þarf að fara frá ekki seinna en í gær!

Elías Bj (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 10:28

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Seðlabankinn, FME, ríkisstjórn sem og aðrir opinberir aðilar höfðu aðeins einn kost; það er að beina þeim tilmælum til fjármálfyrirtækjanna að fara að lögum samkvæmt dómi hæsta réttar. 

Ber einhverjum umfram aðra að hlíta dómstólum á Íslandi í dag? 

Magnús Sigurðsson, 30.6.2010 kl. 10:48

9 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þakka innlitin.

Glæpaklíkur bæði í fínum Armani klæðnaði og hinir sem stundum eru stöðvaðir í Leifsstöð og fyrir austan, haf komist að því, að hér er auðvelt að efnast án mikillar áhættu um refsingar.

Erlendir Kröfuhafar virðast vera yfirstétt hérlendis ef miðað er við hversu mjög þeim er hlíft.

Vildi sjá hvað yðri gert við forvígismenn ríkisstjórna, sjóða, félaga í atvinnulífinu í Evropu, segjum Þýskalandi, sem legðu til opinberlega að gefa erlendum kröfuhöfum banka eða annað góss sem hefði verið í eigu innlendra aðila sjóða eða hópa eftir að gegni illa tímabundið.

Svo er auðséð hvað hollusta Seðlabankastjóra er og hrokinn sem hann sýnir bæði Hæstarétti og þjóðinni er ótrúlegur.

Arnór: Ekki okkar að spekúlera hvað skuldurum finnst um málið, sumir verða fyrir vonbrigðum

Svo kom í ljós hvað stjórnvöld hyggjast fyrir um það sem út af stendur og hverjir eiga að greiða það.

Orð Arnórs hér: Ljóst er að lítill hluti fólks tók stór gengistryggð lán og í ljósi þess sagði Arnór að þeir sem ekki hafi tekið slík lán heldur verðtryggð myndu þurfa að bera skaðann ef ekki verði gripið til aðgerða.

Það er ekki okkar hlutverk að spekúlera hvað skuldurum finnist, sumir verða fyrir vonbrigðum og aðrir ánægðir. Það er þrátt fyrir allt lítill hluti fólks með stór gengistryggð lán, ef hluti skulda þeirra verður felldur niður verður sú gjöf alltaf á kostnað allra hinna.

Athyglivert mjög.

Semsagt, ,Arnór ætlar Ríkinu að koma til hjálpar og bæta bönkunum skaðan, ef marka má yfirlýsingar hans nú.

Bjarni Kjartansson, 30.6.2010 kl. 11:13

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er átakanlegt að vera íslendingur og þurfa að horfa upp á sama liðið og rústaði Íslandi koma fram á fullum launum hjá skattgreiðendum og hvetja til þess að dómur hæstaréttar verði sniðgenginn vegna "almannahagsmuna". 

Magnús Sigurðsson, 30.6.2010 kl. 11:20

11 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Ríkisstjórn sem brýtur vísvitandi á Stjórnarskránni er fallin, henni ber tafarlaust að víkja þvi hún getur ekki haft umboð til að starfa fyrir þjóðina þvi umboðið felst í þvi að starfa skv Stjórnarskránni.

Því er það mitt mat sem lögdindils að Ríkisstjórnin hafi nú með þvi að samþykkja tilmæli Seðlabanka og Fmr sagt af sér

Steinar Immanúel Sörensson, 30.6.2010 kl. 14:53

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi fyrirmæli eru bara í samræmi við fyrirmæli í vaxtalögum.  18 og 4. gr.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.6.2010 kl. 17:01

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki bara brottrekstrarsök, heldur eru SÍ og FME beinlínis að brjóta almenn hegningarlög með hvatningu til glæpa, sem varðar allt að 6 ára fangelsi!

Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2010 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband