Ólíkt berta að vera með krakka þarna.

 

Ég bý í 101 Rvík og eitt sinn þegar sonur minn fór með börn sín og nokkra félaga þeirra út í Hljómskálagarð, að leika sér, í tilefni afmælis eins félaga sonar hans, kom SÉRSVEIT LÖGREGLUNNAR með ljósum og allt inn á svæðið sem krakkarnir léku sér með flugdreka, svona litla sem þeim hafði verið gefnir á bensínstöðinni sem leyfð var við FLUGBRAUTARENDANN. 

Vaskir lögreglumenn, í fullum skrúða þustu út úr ökutækinu, sem enn var skreytt blikkandi ljósum (en ekki hljóðmerkjum) og báðu son minn hætta þessu stórhættulega athæfi.  Drengurinn, sneri sér að lögreglumanninum og sagði við hann eitthvað a þessa leið  ,,Heyrir þú, hvað þú ert að segja við okkur og sérð þú hvað við erum að aðhafast???"  Lögreglumaðurinn roðnaði og sagði eins og satt var, að Flugstjórn hefði haft samband og sagt að menn hefðu í frammi truflandi athæfi við flugumferð og stórhættulegt. 

Flugumferð er enn með óbreyttum hætti að nóttu til og þa´eru menn ekkert að trufla íbúa eða þegar snertilendingar og aðflugsæfingar eru stundaðar þegar best er veður í Rvík, það er ekki truflun, að mati Ísavía.


mbl.is Fjörugir flugdrekakrakkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband