Á kostnað skynseminnar og Reykvíkinga.

 

Það er ekki hægt að skrökva upp á þetta lið, sem sér ekki úr fyrir þægindaramma sinn.  Flugstarfseminni verður fundinn staður í Keflavík, því að unga kynslóðin, sú sem enn verður hér eftir að loknu valdatímabili þessa verklausa liðs, mun sjá hagkvæmni þess, að færa starfsemina á einn stað og nota það landsvæði sem nú er undir flugstarfseminni, til heilla fyrir land og þjóð, með að efla mjög Háskólabyggðina, með tæknigörðum, og klösum um vísindastarfsemi á Háskólastigi.

Einu alvöru andstæðingar þessa eru forpokaðir kerfiskarlar, sem ekki sjá út fyrir það sem þröngvað var upp á okkur á sínum tíma.

 Nú á að byggja stúdentagarða á svæðinu frá HÍ að Norræna húsinu og niður að ísl Erfðagreiningu, það er bara einn hlekkur í þeirri keðju sem binda mun svæðið frá Öskjuhlíð (HR) yfir að þeim stað sem gamli Melavöllurinn var. 

Eins og sagt var um   Breska heimsveldið, sem kom þessu skelfilega vitlaust staðsettu ferlíki inn við Miðborg Rvíkur, þegar Seinni Heimstyrjöldin geisaði,   ,,það vinnur enginn sitt dauðastríð" semsagt, það má lengja í þessu með kostnaðarsömum aðgerðum, sem koma lóðbeint niður á allri starfsemi borgarinnar og eðlilegu borgarlífi og þar með hag þjóðarinnar en völlurinn er dauðadæmdur, dómurinn hefur nú þegar verið kveðinn upp af ungu menntafólki sem mun ráða fljótlega í framtíðinni, Guði sé lof.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Hætt við nýjan flugvöll á Hólmsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvita á flugvöllurinn í Reykjavík að vera þar sem hann er, annað er forheimska.  Það að hrúga öllum skólum þarna á einn stað er svo önnur forheimska, hefði nú ekki verið réttara að hafa HR td í hinum enda borgarinnar, það hefði amk létt aðeins á umferðini þarna út á þetta nes.

Það að eyðileggja flugvöllinn og hafa bara einn flugvöll á SV landinu, þýðir einfaldlega alla stjórnsýslu og sjúkrahús landsinns til Keflavíkur. Myndi líka bæta atvinnuástand á suðurnesjum. 

"Dómurinn hefur nú þegar verið kveðinn upp af ungu menntafólki sem mun ráða fljótlega í framtíðinni"  það ætla ég að vona að þetta unga mennta fólk forði sér burt af landi mínu hið snarasta, ef það hugsar svona.

Kv.

Bjössi (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 09:35

2 Smámynd: Hvumpinn

Nei flugvöllurinn verður þarna lengi enn.  Hrunið breytti öllu og þótt að Degi B Eggertssyni hafi tekist að troða HR þarna í Nauthólsvíkina eins og krabbameini held ég að það hafi opnað augu margra fyrir því sem gæti gerst.  Meira að segja fimm manna "samtökin" sem Bjarni var í ásamt arkitektinum og stórkaupmanninum virðast hafa liðið undir lok, enda ekki beint það sem hugnast fólki að arkitektar og peningamenn fái að ráðskast með þetta svæði.  Þar hræða spor fortíðar.

Hvumpinn, 6.7.2011 kl. 12:38

3 identicon

Sem hluti af unga menntafólkinu mæli ég með að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni verði þar um ókomna tíð og Bjarna Kjartansyni verði trillað sem allra fyrst Hrafnistu með sínar óskynsömu hugmyndir.

Johann Sigtryggss (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 13:12

4 identicon

Þetta æxli innrásarliðs breska heimsveldisins fer auðvitað á endanum úr Vatnsmýrinni þegar hagsmunir hinna fáu verða loksins undir einhverntíman á þessari öld. Þangað til munu Íslendingar allir bera kostnaðinn af því Reykjavík megi ekki vera borg.

Bjarki (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 13:56

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bjarki og Bjarni. Fer flugvöllur, fer höfuðborg. Ef Reykvikíngar missa flugvöllin þá missa þeir líka sjúkrahúsið sem og alla aðstöðu til þess að titla sig sem höfuðborg. Reykjavíkurflugvöllur sinnir sjúkraflugi fyrir bæði landsbyggðina sem og fyrir Grænland. Það yrði því ekki(og er ekki) hagkvæmt að hafa hátæknisjúkrahús fjarri flugvelli því endar það þannig fari flugvöllurinn, annað hvort fer höfuðborgin eitthvað annað eða að Ísland klofnar og verður tvö lönd og reykarvík verður eyland, gjaldþrota land sem ekki getur rekið sig sjálft.

Og þetta seigir "hin unga kynslóð" og menntaður í þokkabót, sem mun erfa landið eftir þína daga. Ekki veit ég hvort ég sé "forpokaður kerfiskall" en það er nokkuð ljóst að ég er víðsýnari en þú og sé bullið sem þínir líkar eru að þraungva upp á okkur Íslendinga.

Brynjar Þór Guðmundsson, 6.7.2011 kl. 17:43

6 identicon

Það er hrein hugsturlun þegar örfáar sjúkraflutningaferðir á ári eiga að trompa tugi milljónir ferða á ári innan höfuðborgarsvæðisins sem styttast með þéttari byggð. Ef það er í alvörunni rosalega mikilvægt að sjúkrahús og flugvellir séu í nábýli þá bendi ég að það liggur mun beinar við að á Akureyri verði sjúkrahús sem geti meðhöndlað öll neyðartilfelli, enda er Akureyri mun meira miðsvæðis á Íslandi en Reykjavík og liggur beinna við sjúkraflugi.

Bjarki (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 19:28

7 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Bjarki, Þá verður Akureyri næsta höfuðborg Íslands og sóun á peningum að reisa hátæknisjúkrahús fyrir sunnan, við Íslendingar þurfum bara eitt. Þá er bara að hefjast handa við að flytja burt öll ráðuneiti og opinberu stofnanirnar norður hið fyrsta, vilji Reykvíkingar ekki hafa þær. Spurning hvort það verði þá nokkur þörf fyrir allt það land þegar allir sem skifta máli í Reykjarvík verða farnir norður og fólk flytur til "höfuðborgarsvæðisinns. Annars er vart á bætandi þar sem nánast fimmta hvert hús á höfuðborgarsvæðinu gamla er ýmist tómt eða óbyggt.

Þar fyrir utan eru þessar "örfáu" neyðarflug 3-4 á dag að jafnaði eða 1000 á ári. 

Brynjar Þór Guðmundsson, 6.7.2011 kl. 19:50

8 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Flott. Enda fáráðska að flytja öll sjúkrahús á Selfoss (álíka heimskulegt)

Miðbæjarrottum verður síðan í framhaldi af þessu bannað' að eiga bíl.

Ef þær vilja fara úr 101 verða þær að ganga.

Óskar Guðmundsson, 7.7.2011 kl. 08:20

9 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

http://vifill.vesturland.is/Vifill RSP 1 2005.pdf

 Hér er skýrsla um þetta ákveðna málefni. Síða 12. "Reykjarvík skaffar 42% af ráðstöfunartekjum ríkissjóðs en fær 75%" Áttu eitthvað svar við þessu?

Brynjar Þór Guðmundsson, 7.7.2011 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband