Hvaða fjárfesting??

 

Svonefndir ,,fjárfestar" hafa verið að setja fé í, að kaupa fateignir á útsölu en ekki að stuðla að uppbyggingu framleiðslugreina.

Sjávarútvegurinn fjárfestir allstaðar annarstaðar en á Íslandi, svo sem dæmin sanna.  Ef gera þarf við skip meira en skverun og málun, er farið með það út í skipasmíðastöðvar erlendis.  Falsa bækur sínar með uppþembdu ,,verði" á aflaheimildum, sem þeir síðan skrifa sem ,,óefnislegar eignir" og hækka verulega Efnahaginn með því.

Bankar hafa nú sýnt ævintýralegan gróða með því að ,,META"  útlánasöfn sín hærri, með betri von um endurheimtur.  Semsagt --sama kerfi og venjulega, --allt í sýndarveruleika.  Þessum bönkum, sem flestir eru komnir með einhverjum óskiljanlegum hætti í eigu erlendra kröfuhafa, (því það er bannað skv. núgildandi Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands, að selja, gefa eða afhenda með öðrum hætti, eigur þjóðarinnar eða ríkisins, --NEMA MEÐ LÖGUM ÞAR UM)----- hafa heimild til að versla í Krónum með allt öru gegni og raun eðli en almenningur fær,  nefnilega  Verðtryggðri Krónu

 Fyrirtæki sem komið var á fót á ,,rústum" ríkisfyrirtækja, líkt og Marel og fl, hafa farið með sínar ,,fjárfestingar" erlendis en ekki stýrt þeim hingað.

Eina sem þessir svonefndu innlendu ,,fjárfestar" hafa verið að gera hérlendis virðist hafa verið að gambla með bréf og stofna Ehf um hugsanlegt tap.  Svo þeir erlendu, hafa komið hingað til það fá ,,einkarétt" á vatni heilu byggðalagana og heimtað að fá að greiða fyrir ,,kaup" sín (að hætti snillinga okkar frá 2007 og fyrr) á orkufyrirtækjum opinberra aðila, svo sem sveitafélaga-- með Krónum sem hafa allt annað gengi en við hinir réttu og sléttu þrælar fáum að brúka, nefnilega ,,Aflands" Krónum. 

Vonandi hættir formaður Sjálfstæðisflokksins að bera í bætiflákana fyrir svona ,,snillinga".  Honum færi betur, að einhenda sér í, að koma hér á einum gjaldmiðli, og legg ég til, að hann verði nefndur Íslens Mörk, skiptigengi við fyrrnefndar Krónur,-- það er , venjulegar til daglega brúksins, Verðtryggðu og Aflands, --yrði afar mismunandi, líkt og gerðist í Þýskalandi eftir fyrra stríða og raunar þrisvar í sögu þeirra á síðustu öld.  Þar færi hann að grunngildum Flokksins en kæmi ekki fram fyriralþjóð eins og talsmaður stórkapítalsins, raunar þjófa í hugum stærsta hluta þjóðarinnar, eftir að æ er að verða ljósari herverkin sem unnin voru á eigum hennar með skipulögðum árásum og hernaði GEGN hagsmunum hennar. 

Samlíkingin við Þýskaland eftirstríðsárana er augljós, því þá voru aðilar þar sem nýttu sér ástandið og sköruðu eld að eigin köku ótæpilega, svo mjög, að öllum ofbauð og því varð til Rent-Mark og síðar aðrar tegundir Marksins.

Með tilvísan til upphaflegs tilgangs stofnunar Sjálfstæðisflokksins og gildi þau sem þá voru í heiðri höfð, bið ég flokksmönnum bjartari framtíðar en svona málflutnings forystumanna hans.

Miðbæjaríhaldið

 


mbl.is Óttast að fjárfestar hverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband