Hér verða mínir menn að vanda sig.

Víst er, að Vilhjálmur mun ekki gnaga á bak orða sinna og einkavæða þetta fyrirtæki okkar, heldur mun það áfram vera í eigu íbúanna allra jafnt.

Í þessum efnum verða menn að vanda sig mjög.  Tískusveiflur í rekstri fyrirtækja sem eru í eðli sínu opinber, líkt og er með OR, mega ekki villa mönnum sýn í viðleitni til að vera ,,nútímalegur".

 

ÞEtta sést best í Evrópu, hvar allmörg fyrirtæki, sem voru í ,,komunal" rekstri, voru seld til einkareksturs eða einkaaðilum falin rekstur þeirra.  Nokkuð mikið hefur verið um, að þessi fyrirtæki hafa verið að fara í opinberan rekstur aftur, vegna þrýstings frá kjósendum, einhverra hluta vegna.  Það hefur reynst bæjar og fylkisstjórnum afar dýrt, að kaupa menn frá þessum fyrirtækjum, sem flest eru með mjög sterka stöðu í húsnæði sem er mjög sérhæft, svo sem skólar, sundlaugar, íþróttamiðstöðvar og svo framvegis.

 

Hér verða menn að vanda sig afar vel, svo ekki illa fari og að orðheldni sé ekki dregin í efa.

 

Miðbæjaríhaldið.

 

Vill halda í það sem hald er í en breyta hinu


mbl.is Hlutafélagavæðing OR rædd á stjórnarfundi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband