Höfða blues

Þannig er, að í morgun, átti ég leið hjá Höfða, sá þar löggur úti á túni, upp við bygginguna og nánast út um allt.

ÉG rúllaði niður bílrúðunni og innti löggimann eftir því, hvað væri í gngi.

 

Löggi svaraði ekki öðru en að öskra á mig, að halda áfram.  Þar semég er ekki vanur svona trakteringum frá löggimann, endurtók ég spurninguna afar kurteislega.

Við það varð einkavörður lagana ókvæða og öskraði enn hærrra og setti sig í frekar ógnandi stellingar  ,,áfram áfram"  svona í Gas Gas takti.

 

Ég hélt a´fram för minni en hugsaði í leiðinni, hvort ekki gæti verið, að búningurinn, þið vitið þessi skelfilega ljóti taflborðs ómynd,-færi svo mikið ´taugarnar á drengjunum, að þeir verði svona uppstökkir við borgarana.

 

GAs GAs,  Áfram Áfram og svo kverkatök.

 

Ég legg hér með til, að gamli tvíhneppti búningurinn verði tekinn upp að nýju.

 

Í þá daga var hægt að spyrja þá un hvaðeina, án þess að fá,-- Gas Gas, áfram áfram, kverkataks meðferð. 

 

Þá voru löggimann viðkunnalegir, þó svo að sumir þeirra hafi verið með bumbu og ekkert ofsa fljótir að hlaupa en þá voru þeir ekki eins helvíti fljotir upp á nef sér heldur.

 

Miðbæjaríhaldið

villaftur gömlu góðu löggumannina


mbl.is Rice tók ásakanir um mannréttindabrot óstinnt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta blessaða taflborðs form er mjög tákrænkt merki....

 Við erum að apa eftir Bretum í þessu.... og hvaðan kemur þetta... afhverju Taflborð ?

 Jú fyrir þá sem ekki vita þá tíðkast það mjög mikið að þeir sem við lögreglu störf starfa fari í Hvítasunnusöfnuðinn eða Frímúrararegluna.

Þetta taflborðs form kemur nefla frá frímúrarareglunni þetta blessaða munstur hefur verið notað á miðjugólfi frímúrara þar sem stúkur þeirra eru raðaðar í kringum þetta munstur allt frá stofnun reglunar...

Tákninn munu sigra heiminn 

hlöðver (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 17:15

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Því miður Bjarni, þá held ég að þetta sé rétt hjá þér.  Í dag eru löggur töffarar og haga sér sem slíkir, en hér á árum áður voru þetta viðkunnalegir venjulegir menn. 

En það er eins og annað sem er á könnu Dómsmálaráðherra.  Þerrandi traust.

Sigurður Jón Hreinsson, 30.5.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband