Bræla hjá Eyjaflotanum.

 

Fiskiskipin væru hvort sem er í landi í dag, þar sem bræla er á miðunum í kringum Eyjar.

 

Það er líka bræla í hausum þeirra sem halda, að hótanir og ofríki veiti stuðning við ,,málstað" kvótakónga.

Kvótakóngar skrökva um, að nánast allar fiskveiðiheimildirnar sem nú eru í höndum útgerðarinnar, hafi verið keyptar á ,,markaði" en eins og menn vita sem til þekkja umhverfis landið í sjávarplássunum er hvað mest um, að félög í eigu sömu aðila ,,selji skipin" sín á milli og hækki eigið fé vegna óefnislegra eigna og þannig hærra veðrými.

 

Þetta vita menn og sama hvernig LÍ júgararnir bylta sér og senda menn fram og mantra það sama bullið  ,,hagræðing í greininni".

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Eyjaflotinn kominn í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er svo með fólk (óháð aldri) sem orðið er vant því að fá allt sem það vill, að þegar andað er á það, þá eru orgin hafin með það sama. Og nú verður orgað í Eyjum í kvöld, æ æ.  Handhafar kvótans eiga sér ekki marga meðhlæendur nema þá helst hirð greifans í Hádegismóunum.

Allur almenningur í landinu er löngu meðvitaður um þá ógnarstjórn sem ríkt hefur undanfarið ár í þessum geira, þó tekið hafi grenilega tekið úr nú undanfarna mánuði. Þjóðin á auðvitað auðlind sjávarins, fiskinn í sjónum og hefur fullan hug á að fá arðinn af auðlindinni í sinn sameiginlega sjóð.

Það er enginn að banna þeim sem nú stunda sjó, að gera það áfram, öðru nær. Það sem málið snýst um er að allir sem stundi veiðar við Ísland skili leigugjaldi að veiddum fiskikvóta til ríkisins.

Svo því sé haldið til haga þá tel ég líka brýnt að efna til svokallaðra vísindaveiða líkt og Rússar efndu til í Barentshafi nýverið. Þéttleiki þorskstofnsins var mældur á þann hátt og skilaði sú rannsókn þeirri niðurstöðu að heimilt var að veiða um 70% meira af þorski á svæðinu en áður. Þessi rannsóknaraðferð er athyglisverð og rétt að beita henni hér við land til samanburðar við rannsóknarniðurstöður Hafrannsóknarstofnunar.

Vistmannaeyingar eru komnir í land og það er rok í Eyjum þessa stundina, bæði í veðri og fólki. Hvort sjálfstæðisyfirlýsing verður gefin út í kjölfarið kemur svo í ljós.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.1.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband