Að vísu eru tölur valdar EN.

 

Tölurnar um verga þjóðarframleiðslu eru auðvitað teknar 2007, þegar bankarnir voru inni í útreikningunum til verulegrar hækkunar, hækkunar sem í raun var ekki til.

Hinnsvegar er það allskostar rétt og satt, að MR er einn besti og jafnframt ódýrasti skóli landsins.  Stúdentar þaðan hafa staðið sig hvað best í framhaldinu og ber að þakka það með auknum framlögum.

Gæði BER að virða og launa í skólastarfi, árangur er til eftirbreytni, sérstaklega þegar  Grunnskólinn skilar æ lélegri afurð samkvæmt Pisa könnunum áraraðir aftur í tímann.

Svisslendingar og Þjóðverjar AUKA verulega framlög til vísindakennslu, tæknimenntunar og handverks, þegar að þrengir, því það eru einmitt þaðan sem styrkurinn kemur til nýunga og uppbyggingar.

Standa ber vörð um þetta, því er einboðið, að auka verulega framlög til MR, ef ekki vegna sanngirnissjónamiða, þá vegna árangurs þeirra í skólastarfinu

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Sérstaða MR í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég tek undir það að árangur ber að virða og mælikvarða þarf að finna til þess. Það má þó ekki týna sér í tiltrú tölfræðinnar, því einn mælikvarði dugir ekki til. Finnska skólakerfið er t.d. lofað langt upp fyrir himinhvolfið, en sleppt er að ræða háa sjálfsvígstíðni ungmenna í Finnlandi. Það þarf samt ekki að vera bara í öfgunum. Við þurfum að finna það sem þjónar okkur best. Innan þess ramma má líka setja upp skóla sem mætir þörfum afburðanemenda og það má þess vegna heita MR....en á sá skóli þá yfirhöfuð að teljast til hverfaskóla ?

Haraldur Baldursson, 23.11.2010 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband