Jumm og já, altso misjafnt hafast þau að Geir og Ingibjörg.

Ingibjörg fór vítt um lista til ða búa til ,,fléttulista" í ráðherraliði sínu.  Setti kriteríur um kyn og búsetu.  Náði lendingu í málinu en afar margir fúlir, sérstaklega varaformaður hennar.  Hann kom auðvitað ekki til greina, býr í Rvík, er karlkyns.  Vinkona ehnnar úr Kraganum fékk stól, þó svo kynsystir hennar hafi haft meiri stuðning í sínu kjördæmi.  Þá vita UNGAR KONUR hvert álit er á þeim.

Jóhanna var auðvitað sjálfsögð í stól Félagsmálaráðherra (nú ráðherra velferðamála) þar er hún öllum hnútum kunnug og veit hvar eldarnir brenna sárast.

Össur fer með stóriðjuna og annann Iðnað, líklega auðvelt verk fyrir hann.  SVo kom karlmaður sem bjó á ,,réttum stað" í Samgönguráðuneytið.  Möllerinn mun að líkum heimta að fá göng undir Vaðlaheiði, ef heiði mætti kalla, gjaldfrjálsa auðvitað.  Mikið er ég feginn því, að svona réðst, að Ingibjörg skipaði hann þarna, nú reitist fylgið hratt af Samfó í Rvík og nágrenni, þegar Möllerinn fer að stjórna samgöngunum, heyrðist ekki annað en hann færi strax að draga í land hvað varðar tvöföldun austur á Selfoss og benti á óljósar tillögur í Samgönguáætlun.

Síðan er algerlega bráðfyndið, að Björgvin hafi verið tekinn framfyrir varaformann flokksins, ekki er hann vanur og lítið hefur hann til mála að leggja annað en sífellt sífur um EB aðild.  Fátt spakviturlegt sem þaðan kemur, né frumlegt.

Íhaldið mitt er passandi íhaldsamt og fór allt fram með fyrirsjáanlegum hætti.  Vanir menn á öllum póstum, nema Gulli en hann hefur til að bera hita hugsjónaeldsins og dugnað sem duga mun honum vel í baráttunni við þetta KerfisMonster, sem Sjúkrahúsa,,mafían" er orðin.  Þarna fer drengur sem mun verulega láta til sín taka og þekki ég hann illa, ef hann er ekki nú þegar farin að bretta upp ermarnar og skoða hvað fyrir liggur í þessu skelfilega þunglamalega kerfi.

vonandi gengur þetta vel en menn verða að vera á arðbergi og skima um holt og hæðir, til að gá að, hvort einhvað ljótt steðji að.

 

Miðbæjaríhaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband