Ef þetta er að ,,RYÐJA ÚR VEGI" þá er lús jarðýta.

 

Fjallið tók sótt og því fæddist mús, frekar líflítil en mús engu að síður.

 

Mbl ritarar ættu að vanda málfar sitt og velja lýsingarorð við hæfi.

 

Fyrirsögnin er svona helst til stórkarlaleg fyrir innihald fréttarinnar um ræfildóm og undirlægjughátt.

 

Svo er næsta vers, að formúlera frumvarp með tilgangi, skilyrðum, hæfilegum gildistíma og framgangsmáta öllum.

 

Verði þeim að góðu að berja svoleiðis plagg saman.

 

Varla verða fyrirvararnir minni eða rýmri en hjá Framsókn.

 

Mikið hlægir þetta mig.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is ESB-málið til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þetta var alltaf spurning um það hvernig Steingrímur myndi lúffa....því lúffa mun hann !

Haraldur Baldursson, 5.5.2009 kl. 10:10

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já mér finnst eins og blaðamenn séu ekki búnir að kveikja á því að helst verkefni nýrrar stjórnar hlýtur að vera að ná saman ríkisfjármálunum en 170 milljarða gat samsvarar útgöldum til allra heilbrigðis- og menntamála.

Sigurjón Þórðarson, 5.5.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband