Miklar mannvitsbrekkur þarna á ferð.

Kvótakerfið hefur nánast rústað útgerð frá Reykjanesi.  Ekki þarf mikið minni til, að muna aftur um nokkur ár, þegar siglutrjáaskógurinn var eini skógurinn á Reykjanesi og matarlegt um að litast við bryggjur bæði í Njarðvík, Keflavík og víðar um nesið.

 Kerfið hefur nú nánast gegnið að þeim skógi dauðum og fiskvinnslunni líka.

 

Kvótakóngar vilja auðvitað halda í ,,eigur" sínar þó svo að í lögunum um fiskveiðistjórnun sé það sagt skýrt í fyrstu grein fyrsta paragraf, að veiðiheimildirnar séu´eign þjóðarinnar og til úthlutunar til EINS ÁRS Í SENN.

Mest af kvótanum hefur gegnið milli fyrirtækja í eigu sömu aðila og líkt og fyrirtækin í bankageiranum, gengið kaupum og sölum milli skyldra aðila, þannig að ,,ÓEFNISLEGAR EIGNIR" myndast í bókum þeirra, sakir síhækkandi verðs á ,,kvóta".

Þetta er sömu gerðar og annað svindl og er að mestu komið í eigu Ríkisbankana og því hæg heimatökin, að afsetja þetta aftur beint í opinbera ,,eigu".

 Þetta Líjúgaralið, hefur nánast eyðilagt Flokkinn minn og þegar eitthvað hefur verið myndast við að þrengja að einhverjum þeirra er svarið ætíð það sama, líkt og í ofdekruðum krakkahóp, við EIGUM þetta VIÐ MEGUM þetta.

Útgerðamenn hafa stundum verið harðsæknir til aðstoða og aðstæðna en ekki áður hafa þeir verið svona ófyrirleitnir og sést hefur til dæmis þegar Samherjaforstjórinn sagði um réttkjörin stjórnvöld, að þeir stæðu fyrir bankaráni því stærsta í sögunni, þegar þeir sjálfir voru búnir að spila rassinn svo kyrfilega úr buxunum að það tekur þjóðina áratugi að vinna sig út úr hervirkjum þeirra kumpána.

 

Kvótanum á að úthluta eins og venjulega og fyrna ekkert.  Mín tillaga er því þessi:

Þar sem þetta er ,,hlutdeildarkerfi" skal leggja til úthlutunar eftir því kerfi 0 tonnum.  Þannig verðu hlutdeild hvers um sig í úthlutuninni í hlutfalli við ,,hlutdeild" þeirra í Kvótanum áður og ekkert fyrnt.

Síðan er sett upp kerfi, sem tekur mið af botni, veiðigetu skips, ástandi veiðistofna og fleiri þáttum umhverfisins og veiðidögum úthlutað á svæðum.

Þannig nást allar hugsanlegar eindir verndunar, framlegðar á svæðum, byggðasjónamið og hvað eina.

Mibbó

krefst þess, að afkomendur hans fá svipuð tækifæri til eignar og afnota af innlendum auðlindum og áar hans höfðu.


mbl.is Hafna fyrningarleið í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni: Eru þetta ekki allt sjálfstæðismenn og frammarar þarna fyrir sunnan? :)

Arngrímur (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Góðan daginn nafni: Eg er samála, þetta snýst allt orðið um peninga, græðgi og frekju, enda hafa menn komist upp með það. Eg veit ekki betur en að HAFRÓ með góðum vilja LÍÚ hafi verið að fyrna aflaheimildir í þorski síðustu ár, núna síðast um 30.000 tonn. þá sögðu útgerðarmenn að þetta væri átættanlegt þrátt fyrir að flestir vissu að brottkast myndi aukast, vegna þess að það var allstaðar þorskur. hvað var verið að verja þarna?

Bjarni Kjartansson, 7.5.2009 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband