Gísli berst gegn nafngiftum.

 

Eins og alkunna er, hefur verið mjög mikil og heit umræða um Tónlistarhúið, sem nú getur varla haldið því nafni ef setja á inn þar aðrar litgreinar.  Mér finnst algerlega gráupplagt að gera slíkt og spara verulega í leiðinni.

 

Gísli Freyr ræðast að Júlíusi Vífli með offorsi vegna viðtals við Júlíus á Mbl.is í gær.  Þar fór Júlíus afar skynsamlega yfir hvað fyrir liggur í húsnæðismálum hinna aðskiljanlegu listgreina og lýsti í stuttu og hnitmiðuðu máli, hve skoplítið er til skipta í auraálum borgar og ríkis til þessara verkefna og hvernig spara mætti verulegar fjárhæðir með að hugsa málin að nýju.

 

Ég er alsendis ósammála Gísla um, að stuðningur við Júlíus minnki við þetta, eykst frekar, því að ef Gísli minn kíkir yfir stefnuskrár okakr ,,gömlu" Sjálfstæðismanna svona aftur fyrir miðja síðustu öld, sér hann í hendi sér, að fylgi við okkur hefur verið VEGNA þjólegra og almennra áherslna og gilda byggða á ÍSLENSRI SAMHJÁLP með VIRÐINGU  fyrir FRELSI SEM EKKI VERÐUR HELSI vegna fákeppni gróðapunga og fáveldis klíkna.

Með virðingu og þökk til Júlíusar fyrir skynsamlega nálgun á vandamálum líðandi stundar.

e.s.

 

Einnig vil ég þakka borgaryfirvöldum að hafa tekið til hendinni við Miðbakka og þar sem áður var Zimsenhúin og fl.  Það svæði var borginni til skammar og íbúum til vandrða.

 

Miðbæjaríhaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er undarlegt að jafn ákveðinn maður í skoðunum og Gísli Freyr skuli ekki leyfa athugasemdir við blogg sitt þar sem hann beinir spjótum sínum bæði að málefnum og einstaklingum oft á mjög óvæginn hátt. Ekki á það kannski við Gísla Frey en það er áberandi að þó menn geti haft á móti byggingu tónlistarhússins í ljósi aðstæðan þá skín oft í gegn í skrifum um það alveg ótrúlegur menningarfjandskapur, einkanlega hatur út í klassíska tónlist sem lengi hefur loðað við suma Íslendinga sem setja samasemmerki við þá tónlist og snobb.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.6.2009 kl. 10:48

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kæri Bjarni. Frekar hallast ég nú a áherslum þeim sem Kári Stefánsson endurómar. Ég held við ættum frekar að taka ódýrustu leiðina út úr þessari byggingu í bili, en að leggja þessar ótímabæru byrðar á land og borg. Ég vill þó bæta við hans áherslur á menntun þeirri taglhnýtingu að íþróttastarf borgarinnar er að líða fyrir samdrátt þennan. Jafnt og með menntunina, verður ekki sá tími sem glatast í uppbyggingu líkamlegs atgervis barna, bættur með sinni tíma ráðum. Í mínum huga vegur þetta bæði, menntun og íþróttir, mun þyngra en bygging Tónlistarhússins. Það er langur listinn af því sem gott væri að hafa og gott væri að fá, en svo er þessi listi líka til, með því sem verður að vera.
Kveðja í vináttu og með virðingu
HB

Haraldur Baldursson, 25.6.2009 kl. 12:32

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þakka góð svör.

Svo mun líklega á meðan menn eru enn málga, að það sem þeir ekki skilja eða hafa annars ekki smekk fyrir, verður þeim til hnjóðsyrða.

Jafn rétt er það, að stundum væri þægilegra, að geta svarað hjali Gísla beint og undir fullu nafni og með sönnum merkjum á bloggsíðu hans en svo kvað vera, að nafnleysingjar og aðrar lyddur, hafa gert slíkt ill gerlegt.

Vissulega þarf að klára þessa byggingu með einhverjum breytingum þó.  Því er það skynsamlega mælt hjá Júlíusi, að hugsa beri allt upp á nýtt hvað varðar nýtingu hússins og þá í beinu framhaldi, byggingu annarra húsa sem á teikniborðinu eru og notast eiga í sama eða svipuðum tilgangi.

Um íþróttastarfið er ég algerlega sammála þér minn kæri vin, þar verður að fara saman heilbrigði sálar og líkama og að því er me´r virðist í fljótu augabragði, vantar töluvert á, að ungmenni fái næga útrás fyrir orku sína á íþróttasviði.

Það leiðir af sér sporleti og síðar hreyfihömlun ef ekki verður við brugðist.  Sé stundum krakka ætla sér yfir lágar girðingar en ná ekki að sveifla sér yfir, heldur verða þau að drattast að og stundum svo illt að þau þurfi að leita hliða eða annarra opnana á farartálmanum.

Bjarni Kjartansson, 25.6.2009 kl. 14:41

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Alþýðuhöllin verður að rísa.  Eitthvað kannast maður við nafnið úr Atómstöðinni.  Er það ekki málið hjá sendisveininum?

Auðun Gíslason, 25.6.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband