27.5.2009 | 15:33
Vel undirbúið starf, svo mikið er víst. HUMMMMM
Einar Karl fær verktakagreiðslur, á meðan hann er að undirbúa störf sín hjá Landsanum.
ÞEtta er afar vandmeðfarið starf og því ekki að ófyrirsynju, að vel sé búið í haginn fyrir svoleiðis nokkuð. Túlkun gerða og starfa Landsans,---það er ekki heiglum hennt.
Því er ekki óskiljanleg með öllu umfjöllum AMX um þetta.
Án leyfis lími ég inn hluta hennar. Í algeru leyfisleysi breyti ég lit og lögun textans.
Einar Karl Haraldsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar í iðnaðarráðuneytinu, hefur verið ráðinn til Landspítalans í sex mánuði, frá og með 1. september nk, til þess að móta og festa í sessi nýtt vinnulag á sviði almannatengsla í samvinnu við forstjóra, framkvæmdastjórn, deildarstjóra kynningarmála og aðra stjórnendur og starfsmenn spítalans.
Aukin almannatengsl og meira gegnsæi í stjórnun Landspítala eru meðal sex helstu markmiða forstjóra Landspítala á árinu 2009. Meðal annars verður lögð aukin áhersla á tengsl við hagsmunasamtök sjúklinga og aðstandenda, aukin samskipti við stéttarfélög, opnari stjórnsýslu, skýrari leikreglur og á greinargóða upplýsingamiðlun, þar á meðal með nýjum upplýsingavef, að því er fram kemur á vef Landspítalans.
Einar Karl á að baki langan feril sem ritstjóri fjölmiðla og ráðgjafi í almannatengslum fyrir félaga- og stjórnmálasamtök, opinbera aðila og fyrirtæki. Hann mun í sumar undirbúa starfið framundan sem verktaki.
Smáfuglarnir telja sig finna svarið við spurningum sínum í þessari frétt mbl.is.
Í fyrsta lagi er Einar Karl ráðinn í sumar sem verktaki til að undirbúa það, sem hann ætlar að gera frá og með 1. september. Í þessu felst, að Einar Karl er á verktakalaunum hjá Landspítalanum í stað þess að þiggja biðlaun, eftir að hafa hætt 10. maí sem aðstoðarmaður Össurar en biðlaun aðstoðarmanna eru þrír mánuðir, það er í júní, júlí og ágúst, það er til 1. september. Ekki þiggur Einar Karl samtímis laun sem verktaki hjá Landspítalanum og biðlaun aðstoðarmanns?
Í öðru lagi ætlar Einar Karl að nota þrjá mánuði í sumar til að undirbúa sex mánaða starf sitt hjá Landspítalanum næsta vetur. Með svo góðum undirbúningi draga smáfuglarnir ekki í efa, að Einar Karl geti hrundið einu af sex helstu markmiðum forstjóra Landspítalans í framkvæmd á sex mánuðum.
Í þriðja lagi: Eftir meðgöngutíma í níu mánuði verður Einar Karl orðinn svo vel þroskaður í upplýsingastarfi sínu fyrir Landspítalann, að verði starfið auglýst, kemur að sjálfsögðu enginn annar til greina í það en Einar Karl Haraldsson með vísan til aldurs og fyrri starfa.
Þetta er snilldin ein.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2009 | 11:01
Skynsamlega valið.
Ragnar er góður, afar góður kostur fyrir varfærna stjórnun lífeyrissjóðs.
Hann er alvanur bankamaður og algerlega með það á hreinu, að hann er að umgangast fé annara og nálgast það verkefni frá þeim sjónarhól.
Þannig starfaði hann hjá Íslandsbanka og svo mun hann einnig starfa hjá VR ífeyrissjóði.
Til hamingju
VR félagar
![]() |
Nýir fulltrúar VR valdir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.5.2009 | 22:23
Ólafur á fullu uppi á Snæfellsnesi.
Heimildir eru um, að jakkalakkar með Ólaf í fararbroddi hafi verið önnum kafnir við útburð á gögnum uppi á Miðhrauni sem hann á bústað og frægt þyrluflug fór fram til að eyðileggja fermingu frænku konu hans.
Vonandi hafa menn heyrt nokkuð um það og náð að stoppa hann og félaga við útburðinn eða hjálpa þeim öllu heldur.
Ekki trúi ég því að þessir heiðursmenn sem la´ta góða píanóleikara leika undir borðum í afmælum sínum og stofna skattafrádrátt í góðgerðum sem eru ritaðar og auglýstar vel og vendilega en minna hefur farið fyrir sakir anna, að' svona heiðursfólk hafist að nokkuð sem gæti verið ólöglegt eða að vera að reyna að koma undan pappírum.
Því bara trúi ég ekki og legg allt mitt traust á, að dómstólar vísi nú frá ofsóknum á hendur þessa heiðursfólks og Finnur skýri hve vel allt í kringum þennan mektarmann Ólaf hefur fram farið líkt og hjá honum sjálfum blessuðum.
Mibbó
gersamlega bit á þessum ofsóknum
![]() |
Leitað á heimili Ólafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2009 | 11:57
Vorkenni þeim pínu.
Verð að viðurkenna, að Íhaldshjartað í mér finnur ögn til með þeim (en bara pínu lítið)
Það er erfitt, í viðbót við fylgishrun, að horfa á fetir áratugalangri samfylgd með þingflokksherbergi sínu.
Svo batnar mér þegar ég hugsa til varðstöðu þeirra utanum ákveðna aðila í því kerfi sem nefnt er fjármálakerfi hér en ætti að heita með réttu rúllettuherbergi með fixeruðu hjóli.
Semsagt, nánast gott á þá.
Mibbó
vorkennir samt nýjum formanni Framsóknar en þá aðallega vegna þess að Finnur og Ólafur eru enn í flokki hans.
![]() |
Þeir sitja sem fastast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 15:41
Gefið út af Lögaðilum án ábyrgðar Ríkisins
Hvenær ætlar það að komast inn í haus Hagfræðinga og annarra bleyða, að Jöklabréfin voru gefin út af HLUTAFÉLÖGUM AN RÍKISÁBYRGÐAR og því verðlausir pappírar.
Hvorki ég eða afkomendur mínir samþykktu þessi bréf, né nokkrir fulltrúar okkar.
Davíð sagði --réttilega sbr Jón Baldvin nú í bréfi til viðskiptaráðherra, að þjóðin á EKKI að borga reikninga útrásarþjófana né gambl braskara á borð við það lið sem keypti þessi Jöklabréf þrátt fyriraðvaranir erlendra lánshæfismatsstofnana.
Mér dettur einna helst í hug,a ð þarna séu SÖMU guttar og gerðu atlögu á Krónu okkar og vissu um hætturnar og að reikningurinn yrði borgaður af skíthræddu liði stjórnmálamanna og Hagfræðingastóði,s em nú er að reyna ða þrífa úr buxum sínum, sem í þær lak eftir að þeir mærðu hvað fastast banka og Sigga Einars &co.
Nú er komið að því,a ð menn verða að skilgreina hvað á að gera og hvern á að sækja til ábyrgðar, því morgunljót er,a ð Ríkið seldi bankana ÁN ríkisábyrgðar.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Íslendingar ekki aðaleigendur jöklabréfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.5.2009 | 13:20
Hvers er að biðja um blóðprufu?
Ef mér liði illa og væri ekki viss um heilsu mína VIL ég hafa rétt til að biðja um blóðprufu og geta farið með niðurstöður úr henni til míns læknis, hvort hann er heimilislæknir eða sérfræðingur. Jafnvel þó að viðkomandi hafi ekki gráðu úr læknadeild, vil ég geta fengið að vita um hvað leynist í blóði mínu.
Læknar sem eru að gera gott á hverjum degi eru ekki þeir einu sem eru í þeirri deildinni, sumum líður vel eftir að fara til óhefðbundinna læknismeðferða.
Háskólagengnir læknar verða að gera sér grein fyrir því, að aðrir en þeir geta linað þjáningar og að sumir í ,,stétt" starfsheitis verndaðra Lækna eru ekki neinir fagmenn, hvorki sem handverksmenn(kunna ekki að sauma svo skammlaust sé) eða góðir í sínu fagi yfirleitt.
Ef mönnum líður eitthvað betur, væri ekki úr vegi, að rukka eitthvað fyrir blóðrannsóknir sem ekki fara til Heilsugæslu-ráðinna einstaklinga. Nógsamlega er rukkað fyrir þær samt, sem fara til þeirra sjálfra.
Mibbó
óskar þess, að sem flest blómin grói í aldingarði heilara bæði Háskólagegninga sem annarra.
![]() |
Neita ber beiðnum um blóðprufur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2009 | 10:59
Deleríum EES---ESB----Bara eitthvað annað en að vinna sjálf.
Jóhönnu hefur ekki farið fram í ræðumennsku, svo mikið er víst.
Innihald ræða hennar er að heldur ekkert næringarríkari en fyrrum.
Trúgirni hennar er viðbrugðið og talin vera hvað auðtrúuðust á Alþingi, jafnvel þó að Árni Spegill Árnason sé þar komin til setu (ekki vinnu).
Ljóst er, að það er ekkert til sem heitir að núverandi stjórnvöld hyggist aðstoða heimilin í landinu eða fyrirtækin okkar. Allt traust er lagt á ESB aðild.
Skynsamlegt eða hitt þó heldur. Varla verða Bretar eða Þjóðverjar okkur neitt sérlega hjálpsamir eða þá Hollendingar, ef marka má liðsinni þeirra nú nýverið í vandræðum okkar útrásarvíkinga og nú síðar þjóðarinnar, eftir að stjórnvöld lyppuðust niður og samþykktu á okkar ábyrgðir sem voru klárlega EKKI okkar.
Ef ofanritað er ósatt, þa er ekkert annað hægt að álykta en að JÓHANNA SÉ VÍSVITANDI AÐ LJÚGA AÐ ÞJÓÐ ,,SINNI".!!!!!!!!
Miðbæjaríhaldið
með óbragð í munni eftir að hafa hlustað á J+óhönnu og í raun flesta sem til máls tóku í gærkveldi.
![]() |
Leiði mótun sjávarútvegsstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 08:41
Dólgar og duslimenni
Hvenær ætla ísl stjórnvöld að þora að segja sig úr lögum við Breta??
Nær sýna þeir að það eru hreðjar undir okkur ???
Það eru nægar og fullboðlegar ástæður fyrir því, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Bretar eru og hafa ætíð verið bullur og bleyður. Drambsamir við þá sem þeir telja minni máttar en bljúgir og undirgefnir hinum sem þeir telja sterkari.
Horskir og heiðarlegir menn vilja EKKI vera í samneyti við svoleiðis menn, þeir vilja geta umgengist annarskonar fólk sem hefur menningu og mannskap að markmiði en ekki kúgun og undirgefni allt eftir byr.
Því er alveg lýsandi fyrir þá aðila sem vilja inn í ESB, að þeir eru einmitt þeir hinir sömu og predikuðu mjög fyrir aðkomu AGS og að við förum blindandi inn í ESB. HVAR BRETAR RÁÐA ÞVÍ SEM ÞEIR VILJA RÁÐA GEGN SMÁÞJÓÐUM EINS OG OKKUR --DÆMIN SANNA ÞAÐ.
Meti svo hver sem meta vill, ÞJÓÐHOLLUSTU ÞESSARA MANNA!!!!¨!!!!!!!!
Miðbæjaríhaldið
fyrirlítur landsölumenn
![]() |
Bretar að semja við IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.5.2009 | 08:31
Komnir í hótunargírinn aftur.
Hvenær ætla Líjúgararnir að skilja, að þjóðin er ekki á bak við þá og að þeirra er EKKI KVÓTINN né AUÐLINDIN????
Félag Botnvörpuskipaeigenda var með þennan tón en það félag var undanfari Landsambands ísl útgerðamanna LÍÚ.
Enn eru þeir við sama heygarðshornið.
Útgerðir fóru á hausinn hér áður og fyrrmeir, jafnvel Milljónafélagið, Aliance, og margar útgerðir síðan.
Samt voru ætíð til menn sem vildu máta sig við útgerð og gerðu það margir með stakri prýði, Einar Sigurðs nefndur Ríki eða síðar Sjóríki pabbi Ágústar Einars háskólakennara að Bifröst.
Svona mun það verða og á meðan þjóðin á auðlindirnar er allt í lagi þó að ein og ein útgerð hætti, jafnvel margar, það munu ætíð verða til dugmiklir sjósóknarar.
Svo eru margir núverandi Kvótagreifar í allt annarskonar braski og pælingum en sem tengist útgerð. Þeir hafa notað peninga fengna með veði í Kvóta, starfsemi jafnvel á erl grund. Hvern sjálfan djöfulinn eigum við að púkka upp á svoleiðis lið?
Kvótabraskarar notuðu sömu aðferðir við fölsun ,,eiginfjárhlutfalls" og útrásarvíkingarnir, enda sumir mjög tengdir þeim í businessinum, saman ber Samherjarnir, sem ekki voru samherjar Geirs Haarde og Davíðs, þegar þurfti að loka einum bankanum, sem þeir töldu sig líka ,,EIGA".
Þessi element eru að verða frekari en óuppdregin skríll og heimtufrekir óuppaldir krakkar.
Heimta og heimta og telja sig mega og eiga allt sem kló á festir.
Mibbó
fékk upp í kok af eþssu sérhyglingaliði fyrir áratugum síðan.
![]() |
Mun setja bankana aftur í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2009 | 11:20
Miklar mannvitsbrekkur þarna á ferð.
Kvótakerfið hefur nánast rústað útgerð frá Reykjanesi. Ekki þarf mikið minni til, að muna aftur um nokkur ár, þegar siglutrjáaskógurinn var eini skógurinn á Reykjanesi og matarlegt um að litast við bryggjur bæði í Njarðvík, Keflavík og víðar um nesið.
Kerfið hefur nú nánast gegnið að þeim skógi dauðum og fiskvinnslunni líka.
Kvótakóngar vilja auðvitað halda í ,,eigur" sínar þó svo að í lögunum um fiskveiðistjórnun sé það sagt skýrt í fyrstu grein fyrsta paragraf, að veiðiheimildirnar séu´eign þjóðarinnar og til úthlutunar til EINS ÁRS Í SENN.
Mest af kvótanum hefur gegnið milli fyrirtækja í eigu sömu aðila og líkt og fyrirtækin í bankageiranum, gengið kaupum og sölum milli skyldra aðila, þannig að ,,ÓEFNISLEGAR EIGNIR" myndast í bókum þeirra, sakir síhækkandi verðs á ,,kvóta".
Þetta er sömu gerðar og annað svindl og er að mestu komið í eigu Ríkisbankana og því hæg heimatökin, að afsetja þetta aftur beint í opinbera ,,eigu".
Þetta Líjúgaralið, hefur nánast eyðilagt Flokkinn minn og þegar eitthvað hefur verið myndast við að þrengja að einhverjum þeirra er svarið ætíð það sama, líkt og í ofdekruðum krakkahóp, við EIGUM þetta VIÐ MEGUM þetta.
Útgerðamenn hafa stundum verið harðsæknir til aðstoða og aðstæðna en ekki áður hafa þeir verið svona ófyrirleitnir og sést hefur til dæmis þegar Samherjaforstjórinn sagði um réttkjörin stjórnvöld, að þeir stæðu fyrir bankaráni því stærsta í sögunni, þegar þeir sjálfir voru búnir að spila rassinn svo kyrfilega úr buxunum að það tekur þjóðina áratugi að vinna sig út úr hervirkjum þeirra kumpána.
Kvótanum á að úthluta eins og venjulega og fyrna ekkert. Mín tillaga er því þessi:
Þar sem þetta er ,,hlutdeildarkerfi" skal leggja til úthlutunar eftir því kerfi 0 tonnum. Þannig verðu hlutdeild hvers um sig í úthlutuninni í hlutfalli við ,,hlutdeild" þeirra í Kvótanum áður og ekkert fyrnt.
Síðan er sett upp kerfi, sem tekur mið af botni, veiðigetu skips, ástandi veiðistofna og fleiri þáttum umhverfisins og veiðidögum úthlutað á svæðum.
Þannig nást allar hugsanlegar eindir verndunar, framlegðar á svæðum, byggðasjónamið og hvað eina.
Mibbó
krefst þess, að afkomendur hans fá svipuð tækifæri til eignar og afnota af innlendum auðlindum og áar hans höfðu.
![]() |
Hafna fyrningarleið í sjávarútvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |