20.2.2009 | 10:07
VÆLUKJÓI með asklok að himni.
Hagfræðingar landsins eru hverjir af öðrum að gera sig að brjóstumkennanlegum vælukjóum og það sem verst er, --þeir taka með sér pólitíkusana, sem ekki þora að andmæla þeim.
Það er gersamlega útí hött, að við uppskerum virðingu með því að leggjast undir svona braskara, sem afar margir af ,,kröfuhöfum" á hendur bankana eru.
Það hefur nú aldeilis heyrst í ,,kröfuhöfunum" okkar í gömlu bankana. Kröfur um, að Kaupþing borgi veðmál sem gerð voru í stöðutöku GEGN ísl þjóðinni.
Ef menn yfirleitt hlusta á þann söng, að ,,VIÐ EIGNUMST VINI",--ENDURTEK VINI, MEÐ ÞVÍ AÐ LEGGJAST NIÐUR OG BJÓÐA AFNOT AF SKROKK ÞJÓÐ'ARINNAR, til að friðþægja fýsnum braskara í auðfenginn gróða, eru menn virkilega á villigötum.
Það er þekkt í Mannheimum, að borin er virðing fyrir þeim, sem berjast þrátt fyrir ofurefli en leggjast ekki niður og láta það verða er verða vill.
Ef hreðjar eru undir ráðamönnum biðja þeir svona aumingja aldrei þrífast og láta af kennslu í svona fræðum, því nægar eru úrtöluraddir og nægar eru syndir þeirra Hagfræðinga sem voru í KLAPPLIÐINU OG FREYÐIVÍNSFUNDAHÓPUNUM, þegar þjófar riðu um héruð og töldu menn á, að þar færu miklir höfðingjar sem allt gætu og væru ósnertanlegir með öllu.
Meistarar ei meir --ei meir.
Miðbæjarihaldið
![]() |
Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 14:25
Gulli ekki stríða háttvirtum ráðherra!!!!
Gulli er góður þegar hann dregur Ögmund sundur og saman í háði úr ræðustol Alþingis.
Ögmundur fer eins og rati í að stúta öllu sem Gulli var búin að gera í því að sla´á putta sjálftökuliðsins en féll í alla pyttina á leiðinni.
Svo er vinurinn búin að afnema sameiningu sjúkrahúsanna á N landi.
Allt sem gert var til að ekki þurfi að skera niður er afturkallað en svo hangir á hári hvað gera verður næst þegar allt fer í stopp vegna peningaleysis.
Ég legg til að sparað verði í flugvalla-rekstri og öðrum flugvalla á höfuðborgarsvæðinu verði því lokað.
Rvíkurvöllur er nær óþarfur.
![]() |
Guðlaugur vildi ekki ofurlaun lækna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2009 | 14:08
Ólafur á sér marga ,,Aðdáendur" eða þannig
Var á eyjunni og sá þetta hérna.
Hugsanlega kann ég ekkert að linka en reyni samt.
Vá hvað margir ,,elska" gerðir hans og gjafmildi til allskonar mannúðarmála.
Djöfulli á maður gott að vera EKKI Ólafur Ólafsson eða Finnur félagi hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 10:51
Lögformlegar ástæður handtöku?
Er hér ekki komin lögformleg ástæða handtöku Ólafs?.
Nú ætti að vera hægt að taka hann, gefa honum stöðu grunaðs manns og kyrrsetja ALLAR eigur, bæði þyrlur og annað lauslegt.
Láta karlinn dúsa inni í gæsluvarðhaldi og þjarma að vininum svo um muni.
Svona var gangster í BNA tekinn, það var ekki löggan, heldur baunateljari hjáskattinum.
Inn með guttann og láta hann syngja um hina sem voru með honum í business og Tortola og víðar.
Upplýsa um vini og vandamenn í Líbýu og þessa bræður í hótelbusinessinum í Bretlandi sem fékk milljarðahundruði út á fésið á sér.
Nú eru öngvar afsakanir lengur.
Einhverstaðar verður að byrja og hér er lögformelgum kröfum fullnægt.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Leynifélög Ólafs vistuð á Tortola |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 10:17
ÉG ÁKÆRI !!!!!!! NO. 1
Mér er nú mjög svo tregt tungu að hræra. Allt sem ég taldi að hafa bæri í hávegum er til háðs og spotts meðal þeirra sem telja sig ráða einu og öllu.
1. Ég ákæri:- þá sem stjórnuðu og stjórna sumir ENN bönkum og lánastofnunum. Þessir menn réðust á gengi ísl krónunnar og þar með grunn til útreikningar Verðbóta á skuldir allra, bæði varfærinna og glannasamra. Með því móti ,,bjuggu" þeir til falsaðan Efnahag og ofmátu ,,eignir" sínar gróflega.
2. Ég ákæri:- þá sem þóttust ráða ungu fólki heilt í lántökum -en mikla sig nú af því sín á milli, að hafa AUÐVITAÐ EKKI tekið sín lán í erlendri mynt, þar sem ALTALAÐ væri, að 180 hópurinn ætlaði með gengisvísitöluna upp í í það minnsta 180 sem svo varð að algeru hruni sem ekki réðst neitt við.
3. Ég ákæri:- þá aðila sem ekki brugðust við þeim teiknum, sem uppi voru lengi, heldur héldu áfram að lokka ungt fólk til lántöku BARA TIL AÐ FÁ BÓNUSA HJÁ SÍNUM HÚSBÆNDUM.
4. Ég ákæri:- þá þjóðníðinga, sem lánuðu nánast veðlaust til útlendinga, fúlgur fjár í erlendum gjaldmiðli, til félaga í tengslum við þá og stjórnendurna sjálfa. Þetta hefur komið ljóslega fram nú undanfarið bæði í blöðum og öðrum fjölmiðlum.
5. Ég ákæri:- yfirvöld sem settu kíkinn fyrir blinda augað þrátt fyrir viðvaranir og sífellt háværari stunur landsmanna undan okri banka og sjóða og himinhrópandi órétti sem skuldarar eru beittir í innheimtuþóknunum og aðförum. ALLT Í SKJÓLI ÞESS, AÐ EKKI MEGI GEFA ÚT LÁGMARKSTAXTA EÐA HÁMARK, SAKIR SAMKEPPNISSJÓNAMIÐA.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Halló skuldari fær engu og ég endurtek ENGU um það ráðið við hvaða hákarla/hrægamma-stofu er skipt og því er ekki um neina samkeppni að ræða.
6. Ég ákæri:- þá sem hafa haft aðstæður til, að breyta Verðtryggingabullinu,--- sem ég og margir aðrir gegnir Sjálfstæðismenn, hafa farið á leit á öllum Landsfundum Flokks míns frá að Ólafslög voru sett en Flokksforustan látið kjurt liggja.
7. Ég ákæri:- alla þá banka og lánastofnanir/fjármögnunarleigur sem birtu með sínum lánum ,,GREIÐSLUPLAN" sem innihélt lágan verðbótastuðul langt undir því sem þeir síðar komu til leiðar með árásum á gjaldmiðil okkar og gengi.
8. Ég ákæri:- alla þá sem voru í valdaaðstöðu og gerðu ekkert til að koma í veg fyrir eignaupptöku á grunni þessara laga.
Þetta lá fyrir fyrir mörgum árum, að það voru þeir sem BEINNA HAGSMUNI HÖFÐU AF Verðtryggingu sem gátu breytt henni að vild. YFIRSTANDANDI HAMFARIR SANNA ÞAÐ MÁL MITT.
Ég KREFST þess, að vegna sanngirnissjónamiða verði miðað við vísitölu til reiknings Verðbóta, frá þeim tíma sem SÝNT SÉ, AÐ BANKAR OG BRASKARAR FÓRU EKKI GEGN HAGSMUNUM SINNA VIÐSKIPTAVINA Í FORMI SKULDUNAUTA.
Ef minn ástsæli Flokkur, hverjum ég hef unið að bestu samvisku frá unga aldri, ekki gerir neitt í þessum efnum nú, verðum við að skoða af gaumgæfni, hverjum forystan vinnur, okkur venjulegum þjóðfélagsþegnum eða þá sérhagsmunaklíkum og féflettum.
Ef niðurstaðan er sú, að svo langt sé hann kominn frá sínum uppruna, að ekki verði til baka snúið, verður að skilja leiðir minnar fjölskyldu og hans,--eftir margar áratuga samleið
Miðbæjaríhaldið
Með böggum Hildar
12.2.2009 | 11:51
Krafan er ; LÁN Í ÞEIM GJALDMIÐLI, SEM LAUN ERU GREIDD Í !!!!!!
ÞEtta er afar einfalt, greiða laun í þeim gjaldmeiðli sem við erum með skuldir okkar í.
Þá fellur allt í ljúfa löð og vextir verða í Vestrænu samhengi.
Ekkert sem við segjum annað er bull. Ekki er hægt að lækka höfuðstóla lána til ákveðins brúks en ekki hinna, sem tekin hafa verið til rekstrar atvinnuvegana.
Setjum sem svo, að Jón duglegi hafi verið með rekstur og tekið lán út á íbúðarhús sitt vegna rekstrar (lánað veð) en svo keypt Iðnaðarhúsnæði og greitt að hluta með lánum áhvílandi. Hvernig ætla menn að sorta út þau lán sem Jón tók vegna atvinnurekstrar og íbúðakaupana?? Hver á að dæma um, hvort krossveðbönd, séu inni í svona aðgerð eða ekki?
Setjum vísitöluna FASTA VIÐ 01. JAN 2005 OG REIKNUM ÚT FRÁ ÞVÍ. ÞAð er ÖLL LÁN á ÍSLANDI verði miðuð við þann ,,vaxtadag vísitölu og sú viðmiðun verði ,,fryst" að eilífu. Semsagt frá þeim tíma verði ekki breyting á vísitölu lána okkar.
Það er óbærilegt fyrir fólk, sð horfa uppá, að bankarnir sem eru annar samningsaðilinn í lánasamningunum, geti að vild haft áhrif á Vísitölu lána sem hinn samningsaðilinn á að greiða. Það getru ekki verið annað en KOLÓLÖGLEGT að hafa uppi blekkingar við undirritun slíkra pappíra ÞETTA ER ÆVISTARF OG ÆVISPARNAÐUR FÓLKS sem verið er að véla um.
KRAFAN ER; GREIÐA LÁNIN Í SAMA GJALDMIÐLI OG VIÐ FÁUM LAUN OKKAR Í. Við skrifuðum ekki uppá, að hinn samnignsaðilinn gæti að villd ráðist á gengi og gert allar hundakúnstir til að hækka HÖFUÐSTÓLA lána okkar að eilífu.
Miðbæjaríhaldið
Vill ekki mismuna neinum heldur að allir fái jafna meðferð.
![]() |
Vilja lækka höfuðstól lána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2009 | 10:39
Loks sett í lagalegt samhengi.---Takk kærlega Björg.
Hér er sett í lagalega umgjörð, það sem mig hefur fundist um EES tilskipanir og kærumál sett á ríkið og regluverkið okkar, samanber fjármagnsflutningaleiðr og innflutnignur vinnuafls og launagreiðslur til þessara gesta okkar.
Hér er kjarinn:
Nánast engin upplýsingagjöf
Björg sagði að staðreyndin væri hins vegar sú að framkvæmdir varðandi aðkomu þingsins að ákvörðunum á mótunarstigi hefði aldrei komist á í raun, né heldur verklag um kynningu í utanríkismálanefnd og fastanefnd þingsins.
Nánast engin upplýsingagjöf hefur átt sér stað um mál á tillögu- og mótunarstigi um árabil og fjölmargar ESB-gerðir eru þannig teknar inn í EES-samninginn án þess að tryggt sé að Alþingi væri fyrirfram upplýst um tilvist þeirra.
Þegar hlutverk Alþingis í framkvæmd EES-samningsins er skoðað má segja að aðkoma löggjafans að ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar, sem margar hverjar hafa gífurlega mikil áhrif á íslenskt réttarkerfi og samfélag, sé einfaldlega formlegs eðlis.
Efnisleg áhrif löggjafans á þessar réttarreglur, sem rekja má til EES-samstarfsins, eru raunverulega engin.
Hér er komin ástæða þess, að reglur sem stjórnvöld töldu ná utanum hluti í Fjórfrelsinu --einfaldlega virkuðu ekki, þar sem kærumálin komu í fjölföldun frá peningasvikamyllunum, sem í daglegu tali voru nefndir bankar.
Svo er ekki nema von að sá útlenski, sem er að skoða ástæður hrunsins minnist ekki orði á stjórnvöld, nema til að segja að þau beri takmarkaða ábyrgð á hruninu, heldur beri BANKASTJÓRARNIR ALLA ÁBYRGÐINA.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Lýðræðishallinn heimafyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 12:31
Trúnaðarbrestur??
Ég á því að venjast að Steingrímur kunni móðurmálið og fari vel með.
Trúnaðarbrestur gefur til kynna, að trúnaður hafi ríkt.
Svo mun EKKI hafa verið milli núverandi stjórnar-minnihlutastjórnar og Seðlabanka, og þa´serstaklega milli Jóhönnu, Steingríms og Davíðs.
Því hefði verið nákvæmara að tala um að ljúka þyrfti HREINSUNUM í Seðlabankanum, að hætti kommúnistastjórna og slíkr elementa.
Miðbæjaríhaldið
![]() |
Trúnaðarbrestur óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2009 | 11:45
Bubbi á ,,bótum" ????
Afskaplega huggulegir ungir menn, sem eru með þátt á Laugardagsmorgnum á Bylgjunni, hafa búið til texta við rokklag allgott, hvar kveðið er um mótmælendurna.
Mótmælum á bótum.
Furðulegt, að akkurat þessi mynd skuli kom aupp í hugan þegar myndir eru sýndar af mótmælendum.
Listafólk og svona lið, sem er ekkert mjög upptekið í vinnu, svona eins og Bubbi á morgnana.
Hann verður að hala inn fyrir skuldum sínum, sem ,,vinir" hans eða öllu heldur fyrrum húsbændur hans komu honum í með einum eða öðrum hætti.
Mibbó
![]() |
Bubbi rokkar Seðlabankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2009 | 10:09
Orð í tíma töluð.
Þannig er, að þegar fár hefur verið og fólk talað yfir sig, er gott að lesa rósemdarpistla.
Því er, með ágætum að lesa yfir það sem Kjartan skrifar um gerðir þeirra sem eru að eigin sögn, aldeilis á móti ,,pólitískum hreinsunum" í stofnunum ríkisins og bera títt fyrir sig reglur þar að lútandi. Reglur, sem nú eru að þeirra fordæmi ónýtar með öllu og skítaplögg.
Svo verður, að þeir sem hæst hafa haft um að ,,hvergi á byggðu bóli " væru svo margir bankastjórar í seðlabönkum, verða nú, að líta til Norðurlanda, hvar þeir eru frá svona þremur upp í 7 að mér skilst, mis Hagfróðir.
Svona er oft, þegar stórkjafta lið hefur fengið að rausa lengi, þá talar það meir en skynsemin leyfir og þekkingin nær yfir.
Svo er jafn upplýsandi, að lesa athugasemdadálkana.
Ætíð mun, eðli menna fram koma, sem þeir annars vildu halda til hlés en viðra aðra mynd, gjarna af sjálfum sér málaða.
Gerði að gamni mínu og kíkti á bak við höfundarnöfn sumra sem öttu Kjartan auri í athugasemdardálknum.
Kristján Jóhannsson er að eigin áliti :
,,bókhneigður og listhneigður réttlætissinni sem vill að öllum líði vel. Elskar að rökræða við fólk sem hægt er að ræða við. Þoli ekki yfirgang og óbilgirni aðila sem telja sig yfir allt og alla hafna. Mætti vera duglegri við verklegar framkvæmdir"
Svo er annar sem er líka nokkuð gamansamur. Einar Áskelsson ritar um sig:
,,Skrifa um það sem mér dettur í hug. Þegar mér dettur það í hug. Á minn hátt og með mínum stíl. Verð ekki ærumeiðandi né geri grín af öðrum. Nema sjálfum mér. "
En skrifar um Kjartan ,,Dagur 5. Sem ég ætlaði ekki að byrja á því að hækka blóðþrýsting um of. En er í boði þessa manns sem ég þoli ekki og lætur þessa þvælu út úr sér¨"
Svo er það Arnþór Sverrisson að eigin sögn ættaður úr Reykhólasveitinni, semsé sama stað og nýr formaður Framsóknar. Hann lýsir sjálfum sér svo:
,,Hefur mjög svo sjálfstæðar skoðanir en þó aldrei gengið í Sjálfstæðisflokkinn. Má ekkert aumt sjá og styður eindregið frelsi einstaklingsins undan oki og styður jafnrétti hverskonar til handa öllum, snauðum sem ríkum."
Sumsé ÖLLUM NEMA Kjartani
Arnþór skrifar:
Þessi gaur ætti nú að hafa vit á því að þegja.
Kjartan Gunnarsson? Í hvaða holu hefur hann haldið sig undanfarið? Það er augljóst að það er verið að taka einhverja spena af þessum gaur. Þó fyrr hefði verið.
![]() |
Pólitískar hreinsanir og ofsóknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)