Færsluflokkur: Bloggar

Forum að dæmum Kanans

 

Þeir loka öllu í grennd við Capitol Hill í WDC fyrir kl 24:00  Beita þungum sektum og NÁ ÁRANGRI í að koma í veg fyrir skrílslæti á þessum stað Höfuðborgar þeirra.

 

Burt með Búllurnar ú r Miðbænum ut í Iðnaðarhverfin með þetta.

 

Miðbæjaríhaldið

 


mbl.is Vilja láta loka veitingahúsum fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfum fengið nóg af ,,snilli" þessa manns!!!!!!

 

Við Íslendingar erum búnir að fá okkur fullsadda af snilli þessa manns.

Höfundur af ,,Verðbólgumarkmiðum" og þeirri ,,Peningamálastjórn" sem fylgt var í blindni undanfarin ár og áratug eða svo.  Jafnvel lengur.

 

Þessi maður, sem talaði um, að einhverjir blaðamenn hringi í SJÁLFAN Seðlabankastjóra, ætti að draga sig í hlé og hætta að maka sínum hugaflygsum á aðra.

Komið er yfrið af lánum og frekar ætti þessi maður að krefjast lögsókna á hendur þeim sem komu með falsaða pappíra til SÍ og kynntu glimrandi gróða og sterka eiginfjárstöðu (með upplognum bréfum og hlutum í engu haldbærara en Norðurljósum) og kröfðust lána.  Kröfurnar voru svo harðar, að ríkisstjórnin gaf eftir eins og hún lagði sig, gegn tillögum sumra í bankanum.

Hrollvekjandi lið

 

Mibbó


mbl.is Ríkið leiði nýjar lántökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér sést í grunneindir Flugstoða ohf.

 

Þessi sem nú berast heitir Hroki og er ein af höfuðsyndum mannsins.

 

AUðvitað telja þeir sig geta gert miklu betur en slökkviliðsmenn sem æft hafa lengi og farið í gegnum starfsnámið.

 

Þeir einir vita.

 

Þeirra er mátturinn.

 

Svipað er uppi varðandi samkipti við almenna borgara í kvörtunarmálum vegna brota Flugstoða á samningum við Rvíkurborg, sem gerður var svo nætursvefn og ró mætti viðhalda í Miðborginni vegna yfirflugs og lendinga.  Eða bara annarra óþarfa ónæðis borgara af þeirri starfsemi.

Undantekningalaust er umkvörrtunum mætt með hroka og hofmóði.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Slökkviliðsmenn mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættu að vígja Gvendur Góði!!!!

 

Hér er komin ástæða þess, að minn ástkæri Flokkur nær ekki vopnum sínum og fyrra fylgi.

ÞEgar áberandi Sjálfstæðisemnn fara að rugla ssvona útí eitt, eru líkur á, að greint fólk hugsi sig um þrem sinnum, áður en Flokknum verði greitt atkvæði.

Frá þessu fólki, sem svona talar opinberlega, verður forysta Flokksins að fjarlægja sig og hafa í það minst fjörð á milli, helst haf.

Á sama tíma og útgerðin hefur rakað saman ágóða af breyttu gegni Krónu okkar og mjög sterkar líkur eru til, að sumar útgerðir hafi stofnað fyrirtæki erlendis til að stunda málamyndakaup á útfluttum fiski, svo fela megi ágóðann og koma fé undan skiptum til áhafna, einnig stinga undan erlendum gjaldeyri en skipta ytra yfir í ísl gjaldmiðil, hvað annað gegni viðgengst.  Er LÍJúgararnir og nú SA að væla um hugsanlegar endurbætur á Kvótakerfinu sem í raun ætti að slá af í einu höggi og gera upp stöðuna með tilliti til undangenginna viðskipt með skip og kvóta.

 

Ef litið er til sumra sýndarviðskipta með skip, milli skyldra aðila, liggur fyrir, að það sem ég varaði við á mörgum Landsfundum um að hér væri að verða til þjálfunarbúðir í svindli og undanskotum, varð og ekki bara í útgerðinni eins og dæmin sanna, heldur einnig í öðrum ,,geirum" viðskipta svo sem bankastarfsemi og víðar.

 

Það sem uppskerst með svona óeðlilegum kerfum, er ekkert annað en skelfilega eitruð illgresi, óhæf með öllu til viðurværis heilbrigðum þjóðarlíkama.

Einnig fæst með þesskonar kerfum og kennslustundum í svindli, algert hrun á virðingu viðskiptamanna fyrir orðheldni og sannsögli okkar helstu bankamanna og annarra viðskiptamanna.

Því væri SA hollara, að beina spjótum sínum að skítnum og svívirðilegum gerningum manna innan vébanda þessara samtaka.

Mér er afar óljúft, að þola málflutning minna samherja, ef hann er augljóslega rangur og villandi.

Vissulega eru LÍjúgaranir að verja sína sérhagsmuni en það hefur komið afar SKÝRT í ljós, að það eru ekki Þjóðarhagsmunir sem er þeim efst í huga.  Ef svo hinsvegar væri, hefðu þeir ekki ,,hagrætt" með þeim hætti sem þeir vissulega hafa gert.  Með því að kaupa og selja skip með síhækkandi ,,óefnislegum eigum" m.ö.o. Kvóta,,verðmæti".

 

Braskara háttur þessara menna er nú lýðum ljos og því er ekki skynsamlegt af horskum mönnum að binda sitt trúss við slíka lest.

 

Miðbæajríhaldið

ann sínum gamla og fróma Flokk.


mbl.is Fúsk og pólitísk fyrirgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítilsvirðing við skynsemi lesenda.

 

Heldur Kjartan þessi, að lesendur þessara síða séu svona einfaldir??

 

Nei, þarna hefur verið skippt fast í spotta, því í myndbandinu kemur mjög glögglega í ljós heimskuleg og aulaleg meðferð fjármuna og er lýsandi um meðferð peninga hjá nýríkum mönnum sem ekki ætla sér að greiða þær skuldir, sem mynduðust af svona exstravigönsu.

 

Fíflalætin eru yfirþyrmandi.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Snýst um lítinn bút í Baugs myndbandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundalógíkk.

 

Ekki gef ég nú mikið fyrir svona sönnunarfærslur.

 

-----,,Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagði að menn mættu ekki gleyma því, að Íslendingar beri ábyrgð á Icesave-skuldbindingum. „Það voru Íslendingar sem fóru út í heim, stofnuðu til þessara skuldbindinga og lögðu á okkar herðar," sagði Árni Þór."

Til að bulla svona, þarf blessaður maðurinn að vera verulega langt undir normal greind.

Þjóðin ber ekki ábyrgð á athöfnum einkafyrirtækja.  Til að telja sér trú um slíkt, þurfa menn að vera skelfilega auðtrúa og kunnáttulausir um viðskiptalög.

Það er EKKI ríkisábyrgð á Hamborgara búllu Tómasar, né aðrar búllur.

Því neita ég algerlega, að bera ábyrgð á búllu Sigurðar Einarssonar og einnig búllu Sigurjóns Digra í formi Landsans og Icesave

 

Það eru stórklikkaðir menn, sem samþykktu þetta og undir hótunum um þjóðargjaldþrot og einangrun.

Slíkir samningar geta ekki verið bindandi, frekar en aðrir nauðungarsamningar, hvar annar aðilinn heldur vopni að hálsi hins.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Klár og hrein tengsl Icesave og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkeppnislög??

 

 

Halló!!

 

Er einhver heima?

 

Samkeppnislög??

Man einhver nokkuð um svoleiðis?

 

Var ekki Gylfi viðskiptaráðherra í forsvari fyrir einhverju svoleiðis appírati, hvert vísaði frá allskonar gerðum FME???

Samkeppnisráð hét það og vísaði ætíð í EES ,,fjórfrelsi".

 ÞEtta eru galnir menn.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Fjögur fyrirtæki sameinuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegar upphrópanir um lífríkið.

Rebbi var hér á undan mannskepnunni og þá voru fuglar um allt, Æður varp, mófuglar sungu og gögguðu, allt eftir tegund.

Nú heimta bændur, að Lágfóta se´drepin og hrópa um skaðvald í ,,lífríkinu".

 Hvernig var þetta annars með ,,lífríkið" sem var áður en skjáturnar fóru að naga Flóru Íslands?

Mér er vel við Skolla og því áfarm um, að Tófan fái frið fyrir veiðimönnum sem víðast en mér er ekkert til Marða sem láta ekkert gott af sér leiða og eru til óþurftar í okkar Fánu.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Sauðfjárbændur mótmæla niðurskurði til refaveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi tilfærsla á eignum

Unga fólkið tekið og rúð inn að skinni með Vertryggingu en stórþjófum boðnar stórfelldar afskriftir og sérmeðferðir eftir að í ljós hefur komið, að þeir hafa gerst sekir um stórfelld markaðssvik í tengslum við eign sína í bönkunum sem nú eru fallnir.

 

Gósentíð hjá innheimtulöffum, sem smyrja duglega á  allar kröfur og tekna fyrst til sín greiðslurnar Áður en bankinn eða kröfueigandi.

 Þetta gerðist í tengslum við 150% verðbólguna á ,,misgengisárunum" sem Ögmundur ætti að muna, enda í forsvari manna sem þá fóru hart gegn Verðtryggingar þjófalögunum.

Núna hefur enn betur komið í ljós, að spilarar á markaði, geta breytt gegni, verðmæti eigna og lykil´stæðrða í útreiknistuðlum Verðtrygginga AÐ VILD.

Svarið virðist ætla að vera, að hækka bara gjöld, skatta og þjónustugjöld á þá sem eru að lækka í tekjum og kaupmætti.  Vatnsekta Vinstri úrræði.

Ekki taka þeir á sínum vildarvinum hjá eignarhaldsfélögunum sem standa að Fréttablaðinu, Stöð tvö og Bylgjunni.  Þeir fá botnlaust afskrifaðra kröfur OG HALDA EIGNAR AÐILD OG STJÓRN fyrirtækjanna.

Gott að sjá, að sumir eru jafnari en aðrir, líkt og áður hefur verið bent á.

 

Miðbæjaríhaldið

Sótillt vegna þjofnaðar af ungu fólki sem vélað hefur verið í fjárfestingar.


mbl.is Yfir 2000 nauðungarsölubeiðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað svo??

 

Hvað ætla menn svo að gera?

Er nægjanlegt fyirir aðra lögbrjóta, að skila svona nokkurn vegin því sem þeir tóku?

Gilda semsé önnur lög um penignamálastofnanir?

 

Er hér verið að fastsetja það sem mann hafði verið farið að gruna, að dómstólarnir okkar séu gersamlega á bandi gildra sjóða og eigenda þeirra?

Baugsmál mál gegn tryggingafélögum, kvótamál og svo framvegis.

Almenningur er auðvitað að fara að átta sig á því, að ísl dómstólar eru gersamlega óhæfir til að taka á svona málum en geta tyftað einstaklinga sem ´lítið hafa undir se´r, ef svo má taka til orða.

Ef bankarnir hafa brotið lög, ættu þeir sem þeim stjórnuðu að bera ábyrgð og sæta refsingu.

Svipað ætti að vara með þá sem réðust gegn gegni krónunnar og lánuðu í þeirri mynt sem er Vísitölutryggð til útlána en ekki öflunar.  Þeir ættu auðtvitað að vera í grjótinu.

Heimilin í landinu verða að eignast verjendur og þar ÆTTI Sjálfstæðisflokkurinn að vera fremstur ímeðal flokka.  En því miður virðast þeir nú vera um of uppteknir af varðastöðu um LÍÚ og sérkerfin í kringum það móverk allt saman.

 

Miðbæjaríhaldið

vill eldri stefnuskrár Íhaldsins í gildi, þar sem frelsi einstaklingsins var virt, eins lengi og það fór ekki í bága við rétt annarra einstaklinga.

 


mbl.is Arður barnanna fór upp í lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband