Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Það dimmir að á Vori.

Ég srifaði um æskuvin sonar míns, sem greindist aftur með Krabbamein.

 

Við vorum vongóð en jarðbundin.

 

Nú hrannast upp kólguský og ekki lítur vel út með framhaldið, ef ekki kemur til algert kraftaverk.

 

Pilturinn er tvegga barna faðir.

 

Annað barnanna er of ungt til að skilja hvað er að, hitt ekki.

 

Unga parið gifti sig í kapellunni í  Landsanum, núna um helgina.

Ekki eftir neinu að bíða með það.  Lögformleg stað eiginkonu ku vera öruggari, ef allt fer á versta veg.

Foreldrar drengsins ganga nú í gegnum heljarkulda á Hörpu.

Hvernig huggar maður drenginn sinn, þegar svona lítur út? 

Daglegt amstur, fall verðbréfa, gengisfall eigna, Krónu og hinna stundlegu gilda, virðast svo skoplítils virði nú, þegar ástvinur á í baráttu upp á líf og dauða.

 

Hvernig halda menn sönsum, þegar allt bendir til, að hefði mátt koma í veg fyrir endurkomu sjúkdómsins en drengurinn var með lítið sortuækli, sem fjarlægt var fyrir árum síðan.  Eitthvað klikkaði í eftirfylgni, að því er virðist fyrir svona leikmann eins og mig.

 

Herran ræður.

 

Ég pikka mér til hugarhægðar og skelli vanmáttartilfinningunni út í tómið, hvar einhverjir eru fyrir sem skilja þetta jafnvel betur en ég.

 

Mér líður illa, þar sem þessi ungi piltur var afar tíður gestur á hiimili mínu þegar ég bjó vestra og einnig eftir að hann fluttist hingað suður.  Var svona eins og útvíkkun á Stórfjölskyldunni, sjálfsagður fylgihlutur með syni mínum, sem nú er sundurtættur af sorg yfir því að geta ekki linað þjáningar vinar síns, eða lagt honum annarskonar lið.

 

Miðbæjar....

 

Vinur sem á ekki ráð, né getu.BlushHeart

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband