Færsluflokkur: Lífstíll
18.9.2007 | 15:24
Eitthvað er þetta nú málum blandið.
Mér finnst hér vera nokkuð létt skautað yfir tilurð og framleiðslu á Etanoli.
Ekki svo að skilja, að ég sé eitthvað á móti nýjungum í orkunotkun og minnkun mengunar vegna bílaumferðar.
Hvernig verður Etanolið til?
Hvaða orkugjafar eru notaðir til að eima gumsið og úr hverskonar hráefni er unnið úr?
Er gróður notaður í framleiðsluna, sem að öðrum kosti væri í uppnámi á kolsýru?
Eru orkugjafarnir, sem koma að myndun efnaorkunnar vistvænir og þa´hvernig?
ÞEgar þessum spurningum hefur verið svarað er hugsanlega hægt að skoða hversu vistvænir þessir bílar í raun eru.
Miðbæjaríhaldið
Efahyggjumaður
Hægt væri að minnka bensínnotkun um 5% í einu vetfangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2007 | 10:15
Gull í tá og góða skó til að dansa á.
Loforðaflaumur manna til að fá aðra á sína skoðun er alþekkt fyrirbæri. Það sem ég setti í fyrirsögn er hluti úr húsgangi en á afskaplega vel við málflutning Evrópusambandssinna.
Þeir lofa afnámi verðtryggingar.
Þeir lofa lægri vöxtum til húsnæðiskaupa.
Þeir lofa öðruvísi fjármálaumhverfi.
Þeir lofa undraveröld hvar Gaukar gala, laukar spretta og ærnar fara úr reyfum sínum.
Látum okkur sjá.
Allt sem sett er fram um fjármálin er auðveldlega hægt að gera ÁN ÞESS AÐ AFSALA OKKUR SJÁLFRÆÐI til útlendra.
Ekki spretta nú margir laukar í beðum atvinnulausra á Írlandi, þó svo að meðaltali hafi þeim vegnað afar vel. Kenmur þar til átak innlendra í sínum fjármálum en EKKI vegna inngöngu þeirra í Efnahagsbandalagið.
Ekki hafa frakkar heldur mikið fé sem fer úr reyfum, vegna góðviðris í sama bandalagi, kappnóg vandamál þar.
Danir hafa nú þurft að skoða sín mál nokkuð ,,gurndikt" sakir ýmisa mála tengd reglum bandalagsins.
Svo er ofmat hjá mörgum álitsgjöfum, að akkur okkar af veru innan EES sé svo mikill. Ég var einn þeirra, sem hallaðist að svonefndum ,,tvíhliða samningum" líkt og Svissararnir fóru. Þar á bæ víkur svo við, að þeir njóta allra kosta þáttöku en eru sínir eigin húsbændur í öllum sínum málum stórum sem smáum.
Að vísu er svo og verð ég að gangast greiðlega við því, að ég var einnig einn þeirra, sem sá afar marga agnúa á Schengen bullinu, taldi það bæði kaupdýrt og ekki til hagræðis fyrir okkur á neinn hátt. Þar viriðst ég haf verið nokkuð sannspár.
Ég sé ekki hvernig við náum vopnum okkar gegn óvígum her lobbyista frá hinum stóru ríkjum Evrópu. Þar eru fyrir á fleti 10.000 manna her möppudýra og penna-skilmingaþræla. Halda þessir ungu Evrópusinnar, að þeirra för þangað verði stórmannleg og líkleg til stórra sigra og landvinninga?? Ekki er ég svo geðveikislega bjartsýnn.
Frekar er okkar vígvöllur ,,hinir hvítu dúkar" hvar okkar fulltrúar hafa í gegnum tíðina sjarmerað fólk uppúr skónum.
Allir muna eftir því hve ótrúlegum árangri Hannes Hafstein náði. Þeim sigrum náði hann þegar stórveislur voru haldnar og sjarmerandi framkoma hans lýsti upp salarkynni, þar týri varla af Norsurunum og jafnvel dönskum hirðmönnum.
Svona hafa okkar menn náð sigri, sjáði bara framgöngu Ólafs Thors, Bjarna Ben, Geirs Hallgrímssonar og nú síðast Davíðs og Jóns Baldna.
nægir að sinni
Miðbæjaríhaldið
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)