4.1.2010 | 11:32
Enginn bað þig orð til hneygja, illur þræll og máttir þeygja
Þetta mannkerti ætti að hafa vit á, að þegja eftir að stjórn sem hann á sæti í, hefur farið offari gegn minni máttar þjóð og nánast kramið okkur vegna óbilgjarna krafna þeirra ÁN tillits til laga sem fjalla um bankastarfsemi innan EES svæðisins.
Allt sem ég hef fram sett um, að þjóð okkar er of lítil til að standast margrómað ,,fjórfrelsi" (minni á, hverjir rómuðu það einkum) Svisslendingar sáu að svo var einnig um þa´og sögðu sig frá EES og náðu TVÍHLIÐA samningum við ESB ÁN fjórfrelsis.
Mjög er lýsandi um ,,FUNDINA" sem haldnir voru í Bretlandi það sem Darling segir
,,Ég tel það mjög mikilvægt... Við höfum varið mörgum mánuðum á mjög árangursríkum fundum með íslenskum stjórnvöldum til að tryggja að við fáum féð greitt til baka,"sagði Darling.
Semsagt, hann gerir sér grein fyrir því, að samningafundirnir voru Bretum AFAR jákvæðir og algert klúður af okkar hendi.
Megi hann aldrei þrífast.
Miðbæjaríhaldið
Icesave-samkomulag mikilvægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkvæmt frétt á Bylgjunni sem ég var að hlýða á núna þá er það haft eftir nefndum Darling að hann "skilji vel að þessa skuld muni íslenskum stjórnvöldum reynast erfitt að greiða!"
Þar er ég sammála honum. Íslensk stjórnvöld munu ekki greiða þennan reikning staðfesti forsetinn lögin. Íslensk stjórnvöld munu vísa honum til fólksins með hinum ýmsu innheimtuaðferðum að venju.
Árni Gunnarsson, 4.1.2010 kl. 12:23
Er þessi Darling ekki skyldur einhverri teiknimyndafígúru?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.1.2010 kl. 14:06
Þessi brothættari eru völdin, þegar þau eru afhent smámennum.
Haraldur Baldursson, 4.1.2010 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.