Hugrekki manna skapar virðingu, undirlægjuháttur, forsmánun.

 

Þeir sterku dást að hugrekki andstæðingsins og fara að skoða málstað hans en fyrirlíta undirlægjuhátt og lydduskap.

Þetta sannaðist á Quisling.

Því er mér harmur í huga, að Bjarni Ben kjósi að fara að skipunum SA og LÍÚ, að fara að semja í stað þjóðaratkvæðagreiðslu.

LÍÚ hræðist þjóðaratkvæðagreiðslur, sama hvað kjósa á um, annað en hundahald í þéttbýli.

Auðvitað á að setja stór mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Svissarar hafa haft þann hátt á lengi með afar góðri reynslu.

Svo er að hnykkja á aðalatriði greinarinnar: Þá hafi breskir og hollenskir bankar einnig hagnast verulega á Evrópureglunum. Hefðu þeir hrunið eins og þeir íslensku hefðu viðkomandi stjórnvöld aldrei tekið á sig hundruð milljarða punda skuldir til að bjarga erlendum innistæðueigendum og því sé andstyggilegt að neyða veikburða nágranna til slíks.

Því ætti Bjarni Ben og aðrir forystumenn Sjálfstæðisflokksins ganga hægt um gáttir allar, því lydduskapur er ekki samboðinn formanni Sjálfstæðisflokksins.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Ekki setja Ísland í skuldafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Bjarni minn

það er að stórum hluta til vegna aðkomu Bjarna Benediktssonar og þingflokks Sjálfstæðisflokksins sem fyrirvarar voru samdir við kúgunarfrumvarpið -

það er að koma á daginn sem ég er búinn að segja að undanförnu - ef bretum og hollendingum er gert ljóst að þeir kúga okkur ekki þá sjá þeir ljósið - fjölmiðlar og ýmsir málsmetandi menn eru farnir að skrifa þannig að það er okkar málstaður sem þeir verja -

það gerir ónýt ríkisstjórn ekki -

en að vera að kasta hnútum í Bjarna Benediktsson eins og þú gerir - ætti  ekki að vera þér sæmandi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.1.2010 kl. 10:40

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ekki er ég að kasta hnútum í Bjarna Ben, en frekar að berja á baki hans til átaka og fríunarorð mín eru til þess fram sett, að hann hætti að finna útleiðir fyrir þjóðhættulega ríkisstjórn, sem nú situr.

Ég mun láta höggin dynja á þeim sem ekki ætla að standa í lappirnar gegn kúgurum okkar.  Alvöru forystumenn okkar, fyrr á árum, létu ekki undan hótunum og hafnbönnum.  Þeir héldu ótrauðir áfram og höfðu fulla sigra.  Geir Hallgrímsson, Matti Bjarna og fl.

 Ég geri ríkari kröfur til formanns Sjálfstæðisflokkins en svo, að getra liðið, að hann beyglist undan kröfum SA og LÍÚ.  Þannig er ég gerður og menn verða að skilja þjóðhollustu mína.

Bjarni Kjartansson, 7.1.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband