Ótrúlega er Tryggvi skilningssljór.

Mér kemur á óvart, að maúr sem hefur haft sitt framfæri af meðferð talna, útreikninga lánasamninga, rýni í hagtölur og svoleiðis nokk, skilji svona illa hvað stendur í dómi Hæstaréttar.

 

ÞAr stendur BARA, að ólöglegt hafi verið að nota gegni erlendra gjaldmiðla til (verðtryggingar eða) útreikninga á vöxtum.  Það er því þjófagóss, sem fékkst með því,að miða við annað en þá samningsvexti sem standa óhaggaðir eftir dóminn og eru á hverju skjali fyrir sig.

Afar einfallt mál.

 Hann segir ,,sjónamið" misjöfn og að 

  ,,að þessir samningsbundnu vextir séu algerlega háðir því í hvaða gjaldmiðli var verið að lána og að annað hafi aldrei staðið til boða,“ segir Tryggvi."

Hæstiréttur getur ekki tekið afstöðu til hvernig lánveitendur hafi ,,líklega" hugsað vaxtakröfur sínar.

Svo er hitt.

Ef Hæstiréttur hefði komist að gagnstæðri niðurstöðu, eru líkur ekki nokkrar á, að þetta lið sem nú vælir fyrir bankana og lánafyrirtæki önnur, myndu mynda viðlíka skjaldborg og þessir sömu virðast ætla að sla´utan um bestu vinina í bönkunum, hverjir ættu nú að vera að skila þjófagóssi sínu og bæta það tjón sem þeir hafa valdið með óforskömmuðum ákafa við kröfur og haldlagningu á eigur manna víða.

Sumt fæst ekki bætt, svo sem þeir sem sviftu sig lífi vegna aðgerða innheimtulöffa og óbilgirni þessara sem þessum ,,fullrtúum fólksins" á Alþingi finnst sér sæmandi að verja núna.

Miðbæjaríhaldið

Gersamlega misboðið


mbl.is Ekki leyst nema fyrir dómstólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband