23.6.2010 | 11:46
Eru stjórnvöld gegnin af göflunum??????
Þekkja menn ekki Samkeppnislögin?? Hvernig má það vera, að jafnvel núverandi Viðskiptaráðherra, fyrrum formaður Samkeppnisnefndar, skuli leyfa sér, að halda samráðsfundi með þeim sem brutu lög á viðskiptavinum sínum hvað varðar fjármálagerninga milli þeirra, að ekki sé nú talað um, það sem liggur í loftinu um, samráð og sameiginlega yfirhylmingu með lánum til hlutabréfakaupa hverjir í öðrum í gegnum eigendur og spilara hverju sinni.
Er Steinrími alveg slétt sama með hverjum hann situr til borðs með og hvað iðkað er á fundum sem RÍKISSTJÓRNIN er aðili að??????
Senda lögguna á þetta lið hið snarasta. Samráðsfundir af þessu tagi tíðkuðust að því talað var um, í Öskjuhliðinni og Skerjafirði hér fyrir hrun en ekki inni í byggingum stjórnkerfisins sjálfs.
Þetta er ekki svona afsakanleg gleymska líkt og að Jón Sigurðsson hafi verið fæddur í Dýrafirði, þetta er skýlaust BROT á lögum um samráð á markaði og það á þeim markaði sem valdur er að hruni á lífsskilyrðum heillar þjóðar.
Miðbæjaríhaldið
Gersamlega bit á svona algerum skorti á siðferði og heiðarleika gagnvart fórnarlömbum þess framferðis sem áður kom okkur í vandræði.
Fundað um áhrif dóma og óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála. Inn með lögbrjótanna.
Eggert Guðmundsson, 23.6.2010 kl. 12:02
Hvers vegna sitjið þið inni og bloggið látið í ykkur heyra þann 24 júní niður við Austurvöll þegar stjórnin kemur saman og kynnir björgunarpakka til handa heimilum þessa lands!
Látum á það reyna hvað lögreglan stendur með lögbrjótunum eða með almenningi sem vill réttlæti!
Sigurður Haraldsson, 23.6.2010 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.