4.9.2010 | 15:36
Fjáraustur í gæluverkefni sem nýtast í atkvæðaveiðar í héraði
Við hjónin vorum einmitt að dásama þá staðreynd, að ekki hafi orðið alvarlegt slys á þeim hluta sem tvöfaldaður var á leiðinni til Keflavíkur, þegar við vorum að aka þennan spotta í gærkveldi.
Þegar komið var að þeim stað sem tvöföldum lýkur, segðumst við vona, að þessi töf, sem orðið hefur vegna fjárausturs í gæluverkefni á borð við Héðinsfjarðargöng sem eru algerlega óþörf eða í það minnsta afar langt langt á eftir í forgangsröðinni ef miðað er við örkum l og dauðaslys á ungu fólki á þeim leiðum sem eru fjölfarnari, svo sem austur að Selfossi, hvar menn hafa sett upp krossa fjöld til að minna á þessar algerlega óþörfu fórnir.
Jarðgöng til að auðvelda för á sjúkrahús eða tengja saman landshluta líkt og gera þarf á Vestfjörðum er allt annað en snobbgöng í gegnum Vaðlaheiði, sem lokast afar sjaldan eða þá göngin um Héðinsfjörð, sem gefa afar lítið af sér annað en þægilegri samgöngur milli byggðakjarna sem vor settir í sama kjördæmið af einhverjum skrítnum ástæðum.
Nú er mál að linni og ættu allir íbúar á Suðurlandi, Vesturlandi, Reykjavíkursvæðinu og auðvitað Reykjanesi að bindast samtökum um, að kjósa ekki þá sem hleypa í gegn svoddan eyðslu og umrædd göng eru og kjósa eingöngu þá sem lofa að vegabætur verði eingöngu takt við notkun og tekjur af umferð.
Mælirinn hlýtur að fara að verða fullur.
Miðbæjaríhaldið
Sex fluttir á slysadeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
heyr, heyr
Guðjón (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 15:50
Sammála!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.9.2010 kl. 16:06
Cicero endaði gjarnan ræður sínar svo " auk þess legg ég til, að Karþagó verði lögð í eyði" Mér finnst blogg þitt smekklaust gagnvart íbúum norðanlands.
Með kveðju frá Fjallabyggð, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 4.9.2010 kl. 16:43
Sammála Kristjáni.
Bjarni Kristjánsson (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 16:54
Sammála þér Bjarni, forgangsröðin er alveg makalaus og talandi um Héðinsfjarðargöng í sömu setningu er bara sorglegt, það eru umdeild göng auk þess að þau eru og munu verða ein Óarðbærast vegagerð Íslandssögunar.
Kristján það er EKKI smekkleysa að gagnrýna óarðbærar fjárfestingar, á borð við Héðinsfjarðargöng þau eru meir að segja umdeild meðal Norðlendinga og vafasöm frá umhvefis og náttúruverndar sjónarmiði.
Alltof mörg ÓTÍMABÆR dauðsföll hafa átt sér stað á þjóðbrautinni til og frá höfuðborgarsvæðinu, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir með markvissri vegaáætlun frá upphafi, með fyrirhyggju og rökvísi.
Jón Svavarsson, 4.9.2010 kl. 17:10
Bæði verkefnin nauðsynleg -
EN eitt er nauðsynlegast - það er að fólk aki eins og það sé með fullu viti -
Slysið í Kópavogi getur ekki stafað af neinu öðru en ofsaakstri
Tvær ungar stúlkur létu lífið í Reykjanesbæ fyrir nokkrum mánuðum.
Er ekki komið nóg?
Ef unnt er skulum við halda tölunni 4 sem stóð á skiltinu við Litlu kaffistofuna í gæt.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 4.9.2010 kl. 17:28
Ofsaakstur hefur ekkert að gera með slysið sem nú varð. Það er hinsvegar smekkleysa, að segja það nánast frekju, að forgangsraða, bæði vegna örkumla og dauðaslysa. Örkuml eru stundum sorglegri en dauði og ef litið er til skýrslna um þessi slys, kemur í ljós, að langmestu fórnirnar eru færðar á þeim slóðum, sem auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir með betri forgangsröðun í vegabótum.
Það er ekki að heldur nein ósvinna, að leggja fram kröfu um, að heill manna (svo sem líkamleg heilsa og að halda lífi) verði í fyrirrúmi um dreyfingu þeirra mjög svo takmörkuðu fjármuna sem til eru.
Héðinsfjarðargöng voru alsendis óþörf og eins er með Vaðlaheiðagöng.
Bjarni Kjartansson, 4.9.2010 kl. 18:06
Dæmigerður hugsanaháttur fyrir þann sem fer ekki út fyrir mölina á veturna.
Ásta (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 21:35
Peningar eiga að fara til vegagerðar í samræmi við notkun og ef það er of lítil notkun á vegi til að réttlæta einhverja framkvæmd þá á að borga hana með veggjaldi en veggjaldið yrði svo hátt í mörg göngin úti á landi að enginn hefði efni á að nota þá nema örfáir mjög vel efnaðir einstaklingar.
Hannes, 5.9.2010 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.