Geðleysi ráðamanna eða vísvitandi þáttaka í lögbrotum.

 

Ég skil ekki geðleysi hins yfirlýsingaglaða fjármálaráðherra sem birtist í algerri undirgefni við aðgerðir banka sem eru að mestu og í raun í algerri umsjón ríkisins.

Það er ljóst, að aðaleigandinn hefur nú þegar lýst því yfir í réttarhaldi, að búið sé eignarlaust og geti ekkert greitt, hvorki af skuldum sínum né hugsanlegar kröfur þess kröfuhafa sem hóf málarekstur á hendur honum.

Þetta þýðir að segja félag gjaldþrota.  Ekkert er eftir annað en krefja hann tryggingargreiðslna svo að gjaldþrotameðferð geti hafist. ANNAÐ ER KLÁRLEGA LÖGBROT!!!!

Félagið má ekki greiða svo mikið sem eina krónu eftir svona yfirlýsingar, því að það er litið svo á, að með því sé verið að mismuna þeim kröfuhöfum, sem kunna að gefa sig fram á innkallstíma búsins.

Svo er þetta klárlega fegrun bókhalds um ,,eignir" í formi krafna.  Ef fyrirtæki veit, að krafa er líklega glötuð, er venjan að leggja fyrir í varúðar afskriftareikning en afskrifa við gjaldþrot aðila sem krafan er á.  Því er verið að falsa vísvitandi eignasafn bankans og því brjóta enn fleiri lög.

 

Þetta verður að stöðva strax ef almenningur á að byrja að treysta stjórnendum bankana.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Brýtur gegn gjaldþrotalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband