Meirihluti þjóðar á að ráða, ekki þeir sem hafa farið á svig við lög um fiskveiðar.

 

Hér er aðeins eitt sem ber að hyggja að.  Hver eru LÖGIN.  Hver er vilji löggjafans, samkvæmt lagaskýringum og texta í aðdraganda lagasetningarinnar.

 

Það liggur algerlega ljóst fyrir, hvað svo sem legátar LÍjúgarana segja.

Þeirra er EKKI að ráðstafa því sem þjóðarinnar er og þeirra er ekki að halda því sem teljast verður þjófagóss, því sumt af svonefndum Kvóta hefur verið ,,selt" annaðhvort milli óskyldra aðila eða skyldra. 

Algerlega liggur ljóst fyrir, að ekki má selja það sem EKKI ER EIGNA SELJENDA.

Þjófagóss ber að gera upptækt.

 

Þjóðin fylgist með og mun um síðir standa upp og ganga frá þessu máli ÁN aðildar LÍJúgarana og ,,aðila GREINARINNAR"

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Vilja semja um nýtingu aflaheimilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þá fyrst verður um þjófnað að ræða ef RÍKIÐ tekur það sem það á ekki og hefur aldrei átt.Meðvirkir þjófar sem tóku þátt í hrunadansinum og því sem næst allir búa höfuðstaðnum krefjast þess að geta haldið áfram með því að "þjóðin" fái að ráða og eiga þá við sjálfa sig.Kv.frá trillukarli.Þú mátt eiga LÍÚ mín vegna Bjarni.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2010 kl. 13:14

2 identicon

Sammála! Hér eru alls konar leigu og kvótasölur starfræktar til að selja eða leigja eitthvað sem þeir eiga ekkert í (t.d. Skipa- og kvótasalan). Þjófnaður á eigum almennings fyrir allra augum! Ef þú færð eitthvað lánað til afnota þá leigirðu eða selur þú það ekki einhverjum öðrum þú skilar því aftur til eigendanna ef þú þarft ekki að nota það.

Fiskistofa ætti að reka kvótabanka sem leigir út kvóta og tekur á móti ónotuðum kvóta. Kvótasala á ekki að vera til. Ef ónotuðum kvóta er ekki skilað þá missir viðkomandi útgerð hann varanlega.

Ólafur Tryggvason (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 13:23

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sigurgeir minn, lestu lögin og rífðu svo kjaft. 

Ég bjó í 16 ár í litlum byggðakjarna á Vestfjörðum á þeim tíma sem þetta var að gerast og horfið á, með hvaða hætti stolið var vísvitandi af mönnum og hvernig farið var rangt með staðreyndir í öllum málum sem viðvék aflaheimildum.

 Svo vil ég kurteislega benda þér á, að það var í útvegnum, sem bólu hagkerfið byrjaði fyrir alvöru og með alvöru upphæðum.  Menn settu á fót fyrirtæki, sem ,,keyptu" báta út úr gamla fyrirtækinu á stórkostlegu yfirverði og á myndaðist ,,óefnislegar eignir" í bókum þeirra.  Gamla fyrirtækið greiddi út stórfelldan ,,arð" vegna sölu á koppinum, og svo hófst hringekjan aftur á næsta ári, þegar nýtt ,,dótturfyrirtæki" keypti bátinn aftur á enn hærra yfirverði og svo koll af kolli og ætið greiddur út arður vegna sölu á sama kopp.

Þess vegna er ,,GREININ SVO OFSALEGA SKULDSETT"  Það hafa útgerðamenn kyrjað á öllum Landsfundum sem ég hef setið frá Kvótalögunum.

Svo endurtek ég ósk mína um, að þú lesir aftur og enn aftur Lög um fiskveiðar með áorðnum breytingum og ef þú nennir, lagaskýringar, sem eru einna helst ræður alþingismanna á löggjafasamkundu okkar við umræður um téð lög.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 7.9.2010 kl. 14:03

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekkert sem á undan er gengið og var gert með vitund og lögin sett af þeim sem nú krefjast þess að ríkið RÆNI veiðiréttinum,breytir þeirri staðreynd að RÍKIÐ hefur aldrei átt veiðiréttinn né þann fisk sem sjómenn hafa veitt.Græðgi fólks á höfuðborgarsvæðinu á sér engin takmörk.Fyrst setur þetta lið þjóðina á hausinn og þykist þar næst eiga allan veiðirétt við Ísland.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2010 kl. 14:19

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lögin um stjórn fiskveiða bendi ég þér á að lesa sjálfur.Þótt þú sért fyrrverandi LÍÚARI.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2010 kl. 14:24

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Alldeilis er ég ekki í eða hef nokkru sinni verið í þeim ófrómu samtökum.

Ég hef lúsarlesið lögin um fiskveiðar, enda hef ég þurft það, vegna andstöðu minnar við þau lög.

Ríkið er oft ,,handhafi " þjóðareignar og fer með hagsmuni þjóðar,--til þess eru hrútarnir skornir og við göngum til kosninga um hverjir skulu setja okkur lög.

Nú sýnist mér, að komið sé mál til, að breyta verulega þar um og koma all mörgum frá þeim störfum og kalla nýtt fólk til.

Bjarni Kjartansson, 7.9.2010 kl. 15:28

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

"Það hafa útgerðarmenn kyrjað á öllum Landsfundum sem ég hef setið sem ég hef setið frá Kvótalögunum" segir þú Bjarni hér að ofan.Að sjálfsögðu tók ég það svo að þú hefðir setið landsfundi LÍÚ.En það er nú svo að þeir sem mest ljúgja á LÍÚ eru gjaldþrota útgerðarmenn sem halda að þeim gangi betur að gera út ef þeir leigja kvóta af RÍKINU á uppboði.Það er að sjálfsögðu argasta bull.Þetta eru flestir menn með allt niður um sig,menn sem hafa stolið af mannskapnum.En þú ert ÍHALD. 105 ÍHALD.Til hamingju.

Sigurgeir Jónsson, 7.9.2010 kl. 16:45

8 Smámynd: Egill Jón Kristjánsson

Bjarni Kjartansson mér finnst þú aumkunarverður. Ég vil rifja upp fyrir þér landsfund okkar sjálfstæðismann. Ég sat við sama borð og þú í umræðum. Þar kynntist ég þeim viðhorfum sem koma fram í texta hér að ofan. Ég vil rifja það upp fyrir þér að þegar lagt var fyrir fundinn drög að samþykktum. Þá hljóðaði ein samþykktin á þessa leið. "við segjum já við því að þjóðin fá að greiða atkvæði í veigamiklum málum, svo sem  Icesave og um aðild að ESB." Sá er þetta ritar kom með tillögu að við þessa upptalningu bættist " og fiskveiðistjórnunarkerfi framtíðarinnar". Þú komst í pontu vígreifur með einhverja tillögu sem ég man ekki lengur hver var og bættir við. " Svo legg ég til að í tillögunni um þjóðartkvæðagreiðsu, komi puntur á eftir veigamiklum málum þ.e sleppa skildi  Icesave og aðild að ESB. Þar með varstu búinn að slá mína tillögu út af borðinu. Þessi tillaga þín var samþykkt. Hefði mín tillaga fengið að koma fyrir fundinn þá hefði landsfundur sjálfstæðisflokksins tekið afstöðu til þess hvor hann væri til í setja fiskveiðistjórnunarkerfi framtíðarinnar í þjóðaratkvæði. Ég benti þér á þetta og sagði þér að með þessari tillögu værir þú að slá mína tillögu út af borðinu. Þá var eins og þú áttaðir á því hvað þú værir að gera. En ekki varstu maður til að fara upp og draga tillöguna til baka. Ég var bæði sá og reiður út í þig. En þegar ég leit á sessunauta þína þá var skýringin augljós. Þú manst hverjir það voru.Þeir sendu þig. Ég skora á þig að segja í texta hverjir sessunautarnir voru og viðurkenna að það voru þeir sem sendu þig upp til að koma með þessa tillögu og þar með að slá mína  tillögu  um að landsfundur ályktaði um að hann væri tilbúinn til að setja fiskveiðistjórnunarkerfið í þjóðaratkvæði . Þú vissir ekkert hvað þú varst að gera. Þeir herramenn létu líta svo út að þetta væri nánast eins og yfirlestur á texta í menntaskóla sem þyrfti að stílfæra. Síðan kemur þú fram á ritvöllinn og talar fyrir því að þjóðin eigi að fá að ráða. Mér finnst það far þér best að fara þér hljóðan í umræðum um sjávarútvegsmál. Hefð landsfundur samþykkt það að hann þ.e flokkurinn væri tilbúinn að setja í þjóðaratkvæði hvernig framtíðar fiskveiðistjórnun færi fram hefði það verðið mikilvægasta niðurstaða landsfundar. En þú sást til þess að þessi tillaga mín kæmi ekki einu sinni til atkvæða.

Egill Jón Kristjánsson, 7.9.2010 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband