Enginn bað þá orð til hneigja.

 

Hverjum dettur í hug, að treysta þessu liði??

 

Ekki mér, ef litið er til þess, hvernig blekkingarvefir hafa verið ofnir og gegnið hefur verið á höfuðstóla sem þjóðin á allt til að ganga erinda þessara menna.

 

Svo þarf að upplýsa hvert sjóðir Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna fóru, þvi ekki kannast núverandi forstjóri Iclandic grúppunnar nokkuð við að þeir séu lengur til.

 

Ekki þarf það svosem að vera því téður forstjóri vissi ekkert um laun sín, taldi þau vera um milljón ,,síðast þegar hann gáði" en launin eru greidd í Evrum, líkt og svo margt sem er miðað við þann gjaldmiðil af hálfu útvegsins.  Við útreikninga launa hans í ísl kr voru þau um 3 til 3, 3 millur.  Bara svona smá yfirsjón, sem hann ,,hafði ekkert gáð nýlega að".

Mibbó

algerlega búin að fá nóg af LÍJúgurunum.


mbl.is LÍÚ mun vinna að útfærslu samningaleiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég er ekkert hissa á að LÍÚarar séu ánægðir, því engu á að breyta samkvæmt skýrslunni... áfram verður keyrt á óbreytu kvótabraskkerfi. Ég var að horfa á Einar K. Guðfinnsson, fulltrúa LÍÚ í Kastljósinu og var honum að sjálfsögðu  mikið í munn, fyrir hönd skjólstæðinga sinna, að Alþingi samþykki tillögur nefndarinnar. Það var á honum að skilja að Alþingi ætti að samþykkja þetta meirihluta álit - nefndin réði enda til hennar stofnað af ráðherra.

En þetta álit á að sjálfsögðu hvergi heima nema í bréftætaranum. Þá ætti Einar K. Guðfinnsson að sjá sóma sinn í því að skammast sín fyrir þann grímulausa áróður sem hann rekur fyrir sérhagsmunaöflunum - það er einu sinni almenningur sem greiðir honum launin. 

Atli Hermannsson., 7.9.2010 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband