8.9.2010 | 10:37
Hoggið að heilum stoðum.
Nú gerist Bjarki klámhöggur mjög. Ef menn eru að líta til fortíðar manna í Kerfinu, er Ragnar hvað hvítþvegnasti maður sem völ er á í fjármálakerfinu. Virtur meðal þeirra sem varkárir eru og þekktur af varnaðargreinum sínum um fjármálakerfið.
Ragnar Önundarson ætti frekar að fara til enn æðri starfa í fjármálakerfinu okkar til heilla þjóð og framtíð okkar.
Að vísu verðum við líklega seint sammála um Verðtrygginguna en það er svosem önnur ella.
Bjarki ætti að beina höggum sínum að þeim stjórnarmönnum og stjórnendum sem stóðu að þeim ósköpum sem gerðust fyrir hrun. ákvarðanir þeirra munu kosta lífeyriseigendur milljarða á milljarða ofan. Helst lítur út fyrir, að menn þar á bæ hefðu varla kíkt á plöggin sem lágu til grundvallar fjármálagerningunum, sem þeir voru að samþykkja.
Miðbæjaríhaldið
Bjarki vill að Ragnar víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/logfraedingur-gnups-og-straums-gegnir-trunadarstarfi-fyrir-thingmannanefnd-um-bankahrun
ms (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 11:00
Sammála þér með RÖN. Hitt er kjarni máls að það verður að slátra púkanum á fjósbitanum = verðtryggingunni = okurvöxtum. Búið er að ljúga að sauðsvörtum (hmm, hmm) almenningi að hún sé einhvers konar náttúrulögmál! Eina lögmálið við verðtrygginguna er að hún bítur í skottið á sjálfri sér og viðheldur verðbólgudraugnum. Þó hækka þyrfti samningsvexti eitthvað væri það skárra. Þá væri t.d. hægt að gera raunhæfar áætlanir í fyrsta skipti í áratugi. Ef almenningur sekkur í kviksyndi okursins þá einfaldlega sökkva fjármagnseigendur með.
Hrúturinn (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.