Prestar hinum heimi frá........

 

 

Prestar hinum heimi frá

hulda dóma segja

en skyldi þeim ekki bregða í brá

blessuðum nær þeir deyja?

 

 

Þetta vísukorn kom mér í hug, þá ég las þessa frétt.

Miklu finnst mér kaupgeta mín hafa skerst meir en þessi prósent.

Mér finnst sem banksterarnir hafi stolið af mér meir en helmingi af kaupgetu minni.

Hér ætti auðvitað að setja inn, hækkun á Vísitölu á lánum venjulegra fjölskyldna.

Auk en heldur, ætti að setja inn hringhækkanir á þjónustu, vörum og vísitölu.

Þetta virðist vera sem óður köttur sem bítur í skott sér og eykur bæði ferð og sárauka við hvern hringinn.

Ólög eru þessi Verðtryggingalög og ómenni þeir sem nýta sér augljósar veilur í þeim.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is 11% kaupmáttarrýrnun frá 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Miðað við 1. jan 2007, hafa mín föst laun rýrnað um 20,3%, auk þess sem öll aukavinna hefur lagst af, sennilega nær 30% skerðing.

Til viðbótar hafa skattar hækkað verulega og öll lán og greiðslur af þeim hækkað eins og sennilega um 20 - 25%. 

Sem sagt Ísland er varla valkostur fyrir venjulegt launafólk.

Kjartan Sigurgeirsson, 23.9.2010 kl. 12:58

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er einmitt það Kjartan, menn verða að finna aðferðir til að endurheimta sem stærstan hluta þess þjófagóss sem stolið var af okkur í bankahruninu og fyrir þann tíma.

Aurar þessara menna geta ekki hafa bara gufað upp, gullið er til, bara að finna það.

Ég hef ákveðnar skoðanir á því, hvernig mætti fara að því en líklega eru þau ráð á kanti þess sem löglegt kann að teljast.  Nauðsyn brýtur lög og vörnin fyrir komandi kynslóðir er mikilvægara umhugsunarefni en ætluð ,,mann"réttindi þessara siðblindu manna.

Bjarni Kjartansson, 23.9.2010 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband