28.9.2010 | 10:59
Hvernig ætlast þessi maður til, að nokkur trúi honum?
Það er með hreinum ólíkindum, hve menn bera litla virðingu fyrir vitsmunum þjóðarinnar.
Gylfi Arnbjörnsson gasprar hér um stöðu ísl Krónunnar, án þess að setja það í samband við, hvernig henni er búið ból.
Gylfi vildi að við gengumst við Isave
Gylfi vildi að erlendir kröfuhafar eignuðust bankana með kröfum og öllu gillinu
Gylfi vildi að við yrðum við öllum ýtrustu kröfum AGS um aðlögun að óskum Kröfuhafa og niðurskurð.
Gylfi hefur ekki lyft litlafingri í vörn fyrir fyrirtækin sem nú er verið að loka, taka yfir eða skipta upp.
Gylfi hefur ítrekað farið í vörn fyrir Verðtryggingu sem hefur marg marg sannað að er ekkert annað en féflettingatæki fyrir banka og sjóði til að eignast þræla fyrir lítið.
Gylfi fór fram með kröfum um, að Fjórfrelsið fengi ða blífa á fjármagn Lífeyrissjóða og nú eru menn að fá fyrstu skellina vegna erlendra lánastarfsemi sjóðanna hjá bönkunum og stórfyrirtækjunum, sem buðu upp á besta Kavíarinn á kynningafundunum í útlöndum, þar sem fulltrúar Verkalýðsfélgana spókuðu sig með allskonar viðurgerningi, sem of langt væri upp að telja hér í litlu bloggi.
Milli Gylfa og LÍjúgarana hefur ekki slitnað síðan á góðu tímunum og Kvótinn á sér sama Hauk í horni og fyrr í Gylfa
NEI íslendingar sjá í gegnum svona bull og upphrópanir. Við munum og kunnum allt sem áður gekk á.
Miðbæjaríhaldið
Krónan þarf að styrkjast um 15-20% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo er Gylfi einnig einn af hörðustu ESB sinnunum, skildi það hafa eitthvað með málið að gera.
Rafn Gíslason, 28.9.2010 kl. 11:36
Gylfi verkalýðs? Nei verkjalýðs.
Helga Kristjánsdóttir, 28.9.2010 kl. 12:31
Það er deginum ljósara að hagsmunir Gylfa og launafólks á Îslandi fara hvergi nærri saman....það ber afar langt í milli.
Haraldur Baldursson, 29.9.2010 kl. 20:47
Bjarni, er það ekki frekja að ASÍ sé með eitthvert röfl þegar það er velferðarstjórn?
Ég minnist þess ekki að verkalýðsforustan hafi ekki sýnt annað en fulla flokkshollustu þegar réttir fulltrúar þjóðarinnar voru við völd.
Hér í eina tíð þá var ég duglegur að sækja fundi verkalýðsfélagsins sem ég var í og þá var misgengi launa og verðlags orðið þannig að forsendur kjarasamninga voru brostnar, ég lagði nokkrum sinnum fram tillögu um að segja upp samningum en fékk alltaf sama svarið að það ætti að gefa stjórninni tækifæri á að ná tökum á vandanum. Svo kom að því að ríkisstjórnin sprakk og Geir Hallgrímsson settist í stól forsætisráðherra, á næsta fundi lagði ég fram mína tillögu að vanda og að sjálfsögðu var hún samþykkt, enda þurfti ekki að gefa nýrri ríkisstjórn færi á að ná tökum á vandanum.
Ég sé ekki að verkalýðsforustunni hafi farið nokkuð fram.
Alfreð Dan Þórarinsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.