Furðuleg forgangasröðun en svona var/er Ísland í dag

 

Hvað þyrftu veggjöldin að vera til að göngin standi undir sér?

 

Hver verður bakreikningur Verrktaka vegna ,,ófyrirséðs" kostnaðar vegna vatnsflaums og svoleiðis?

Hví er ætlunin, að rukka veggjöld vegna Suðurlandsvegar en EKKI vegna tengigangna milli sveitafélaga sem eru bæði með fulla opinbera þjónustu ?  Annað á Bolungavík, þar sem sækja þarf heilsugæslu til Ísafjaraðr.

Svo eru ráðamenn í alvöru að hyggja að Vaðlaheiðargöngum, þar sem ekki heldur má rukka inn fyrir lagningu þeirra.

Furðuleg forgangsröðun, þar sem leiðin til Selfoss kostar fjölda mannslífa en farart´lminn Vaðlaheiði er ekki lokuð nema stutt í einu og sjaldan á hverju ári.

Mibbó


mbl.is Eins og á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Vel mælt...það er ekkert að þessum göngum, en þessu mismunandi viðmið um hvaða landshlutar eru nógu góðir til að borga (Reykjavík) í gögn eða vegi og hvernir eru það ekki er með öllu óþolandi. Ef notkunin á að borga framkvæmdina, þarf umsvifalaust að hætta framkvæmdum, næstum alls staðar, nema í Reykjavík.

Haraldur Baldursson, 4.10.2010 kl. 13:14

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þú ættir nú Bjarni að prufa að vera innilokaður í svona firði eins og Siglufirði 4 mánuði á ári þá kanski skilur þú fólkið þarna, ég samgleðst Siglfirðingum, þetta getur líka alveg sparað mannslíf ef fólk þarf að sækja lækna þjónustu og annað til Akureyrar og þarf ekki að keyra niður í Skagafjörð og svo yfir heiðina til Akureyrar, gætu nú orðin nokkur mannslíf þar

Guðborg Eyjólfsdóttir, 4.10.2010 kl. 13:33

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Menn verða að láta eitt yfir alla ganga hvað varðar samgöngur.

Hvalfjarðargöngin eru sér kapítuli, þar sem þar er uppfyllt það skilyrði, að ef menn ekki vilja í göngin, geta þeir valið sér (með áherslu á valið) aðra leið, nefnilega um Hvalfjörð.

Ef breikka á Suðurlendsveg með þessum hætti að rukka veggjöld, er krafa, að þeir sem ekki vilja láta rukka sig sérstaklega eigi valkost.  Svo virðist ekki í fjótu bragði og er því þessi væntanlegu lög ---ólög.

Bjarni Kjartansson, 4.10.2010 kl. 13:35

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þessi nýju Héðinsfjarðargöng eru vissulega frábær samgöngubót, þótt ég hefði viljað sjá Vaðaheiðargöngin gerð fyrst en þessi göng næst þar á eftir.

Að mínu mati, þá eiga hvergi að vera veggjöld á vegunum. Ég hefi bent á það áður, að ríkissjóður eigi að kaupa Hvalfjarðargöngin og afnema þar með veggjöldin þar í gegn.

Tryggvi Helgason, 4.10.2010 kl. 13:49

5 Smámynd: Landfari

Tryggvi, hvaða sanngirni er í því að hækka skatta á Hornfirðinga til að ríkið geti gert ódýrara fyrir Akurnesinga að skreppa í bæinn?

Landfari, 4.10.2010 kl. 15:21

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sem svar til Guðborgar vil ég benda á, að ég bjó í svona firði, raunar með miklu miklu verri tengingum en Siglufjörður. Bjó þar í 16 ár og mestan þann tíma við verulega frumstæðari vegi en fyrir norðan..

Tálknafjörður er - var í þeirri aðstöðu, að ekki er læknir nema á næsta firði og eru á tíðum miklu verra að fara yfir fjallvegi vestra en í gegnum Strákagöng og skriðurnar inn Skagafjörð og sem leið liggur yfir hálsana inn til Eyjafjarðar.

Á Sigló var síðast er ég vissi til,  heilbrigðisþjónusta.

Ég kann alveg aðstæður íbúa hinna dreifðu byggða.

Bjarni Kjartansson, 4.10.2010 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband