12.11.2010 | 19:56
Yfirgripsmikil vanþekking á skipulagsmálum
Það er með ólíkindum, hve illa sveitastjórnarmenn eru að sér í skipulagsmálum.
Nýlega er fallin dómur í máli, sem háð var vegna legu hringvegarins, þar sem hagsmunir sveitafélags í skipulagsmálum var, að vegstæðið yrði áfram þa´þeim stað sem hann er nú eða afar nærri vegstæðinu.
Skipulagsvald sveitafélagsins var viðurkennt og því er ekki lengur ágreiningur um, að Aðalskipulag hvers sveitafélags GILDIR.
Þetta þýðir um Vatnsmýrina, að þar verður flugstarfsemi lögð af 2016. EKKI 2026.
Loksins liggur fyrir vilji Reykvíkinga í endurteknum kosningum og umræðum á vettvangi Háskólaborgara Íslands sem farið hafa fram um langa hríð.
Loksins verður möguleiki á, að Háskólastarfsemi með tæknigörðum og vísindaþorpum, munu rísa í Vatnsmýrinni og lögin hans Fúsa okkar ,,Við Vatnsmýrina" munu hljóma í eyrum komandi kynslóða sem ganga munu um kampusa og taka þátt í umræðum og bræðingi innan veggja og á sviðum þess ,,Forums" sem mun blómstra Íslandi til heilla.
Segi bara Loksins Loksins
Miðbæjaríhaldið
Ræddu um Reykjavíkurflugvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Bjarni, þú virðist ekki hafa mikla yfirsýn á skipulagi borgarinnar að halda að 101 sé miðpuntur borgarinnar og Vatsmýrin besta byggingarlandið sem borgin hefur, að byggja þessa samgöngumiðstöð á jarðgangarugli fyrrverandi borgarstjórnar var algjör fásinna.
Söngurinn af ræsingu flugvéla verður yndislegur frá þessum stað!
Myndir 1-9 sýna hvaða þróun gæti orðið með nýju sjúkrahúsi og samgöngumiðstöð á HöfðanumSturla Snorrason, 12.11.2010 kl. 20:47
Hef bloggað um það áðru og geri það enn.
Hugmyndir Sturlu eru hreint út sagt frábærar og skotheldar.
Merkilegt hve litla athygli hún hefur fengið. Sennileg skýring. Öfund og afbrýðisemi skipulagsfræðinga er; algjör þöggun á þessa hugmynd. Þegja hana í hel. Sorglegt.
Sturla til hamingju með frábæra útfærslu.
Benedikt V. Warén, 12.11.2010 kl. 21:38
Sturla
Afar þætti mér vænt um, að þú skoðaðir það sem ég hef áður bloggað um skipulagsmál Rvíkurborgar. Þar kemur fram sú skoðun mín, að til að mynda Sjúkrahúsið ætti að vera þar sem Björgun hefur aðstöðu núna.
Yfirsýn mín á skipulag, bæði umferðarskipulag, atvinnusvæða skipulag og það annað, sem kennt er við nokkra skóla í LA Berlín og ekki síður Munchen um hugmyndafræði klasa.
Háskólasvæði okkar Íslendinga á að vera Vatnsmýrin með klösum, tæknigörðum og þeim sviðum sem stuðla að framgangi vísinda á Íslandi.
Þjóðverjar og Svisslendingar sem eru þær þjóðir sem hvað best hafa komið framtíð ungmenna sinna fyrir. Þessi ríki hafa verið að auka framlög til þessara námssviða hin undangengin ár. Nú síðast í fyrra um 40% og munu auka þetta um ca 50 til 60 % næsta ár. Ef litið er í Der Spiegel og gaumgæft, hvers vegna þetta er gert, liggur svarið á lausu. Þar sem allar líkur eru til, að ..slump" verði eftir um það bil 6 til 8 ár, ætla þeir að vera tilbúnir með vísindamenn, handverksmenn, tæknimenn og lækna til að taka á móti þessum tímum.
Þetta hafa þeir gert og er bílaiðnaður og efnaiðnaður þeirra ólygnasti vitnisburður þar um.
Þetta er mér hjartans mál og því legg ég til atlögu við mína vini úti í hinum dreifðu byggðum, því of mikil nærsýni hefur um of haldið aftur af þeim of lengi.
með virðingu
Miðbæjaríhaldið
fyrrum Vestfjarðaríhald
Bjarni Kjartansson, 12.11.2010 kl. 22:00
Bjarni
Ég hef nokkru sinnum komið á bloggið þitt, það leynist ekki að þú vilt flugvöllinn burt og neitar að skilja hvaða tjóni það veldur.
Sturla Snorrason, 12.11.2010 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.