23.11.2010 | 10:36
Ekki meir, ekki meir
Sveitafélög út um allt land fóru nærri á hausinn vegna félagslega húnsnæðiskerfis Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi félagsmála ráðherra.
Vestfirðir fóru illa út úr þessu kerfi og svo auðvitað minni sveitafélög um allt land.
Reykjavíkurborg hefur tekið fé af öðrum liðum til að greiða af þessu kerfi og því er hætta á ferðum nú, þegar snillingarnir í BSRB reka upp ráman róm um, að nú væru gott að fá meira af slíku og að opinberir aðilar ÆTTU að yfirtaka fasteignir sem bankar og sjóðir hafa tekið á uppboðum og leigja út í einhverskonar Félagslegu bix kerfi.
Ekki meir, ekki meir segja líklega flestir íbúar þeirra staða, þar sem heilu blokkirnar standa nánast auðar og grotna niður eftir að fólkið er farið úr þeim í betri kosti.
Sem maður sem kann nokkuð í fræðum sem kennd voru í ritum eftir Elías Bjarnason og nefndust Reikningsbækur, vil ég biðjast undan, fyrir hönd skattgreiðenda komandi ára, öllum hugmyndum um meira félagslegt íbúðakerfi eða leiguíbúðakerfi, nóg er reynslan búin að kenna okkur um viðlíka þvælu og vitleysu.
Miðbæjaríhaldið
Skulda Íbúðalánasjóði 44 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
.....þar sem heilu blokkirnar standa nánast auðar og grotna niður eftir að fólkið er farið úr þeim í betri kosti....
Þessi "betri kostur" heitir oftast "Höfuðborgarsvæðið" eða einbýlishús á staðnum sem fást fyrir skiptimynnt af því að fyrri eigendur fluttu á fyrrnefnt höfuðborgarsvæði. Veit ekki hvort það segir mikið um félagslegt íbúðarkerfi nema að það er ekki þörf fyrir það þegar íbúarnir eru farnir.
En af hverju eru leiguíbúðir endilega félagslegt íbúðarkerfi? Út um alla Evrópu frá norðri til suðurs, austurs til vesturs heitir það "Valkostur" og eiginlega bara góður valkostur.
Einar Steinsson, 23.11.2010 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.