3.12.2010 | 09:48
Jón og SÉRA Jón
Svakalega hafa menn lagt mikið á sig til að fá að afskrifa einhverja TUGI milljarða, slímseta á fundum, komandi út illa greiddir, án hálstaus, líkt og menn hafi verið í fanta hrotu, blóðugir upp fyrir axlir í ,,niðurskurði.
Leiktjöldin vel gerð, máluð og pússuð, almenningur fær á tilfinninguna, að allir séu nú að vinna vinnuna sína.
Sami maður sem nú er að verja ,,lífeyri og eign lífeyrisþega" samþykkti ekki alls fyrir lögnu, að sömu eigendur lífeyrisréttinda keyptu af vinum hans, félag sem var svo skuldum vafið, að víst er, að afskrifa verður milljarða í viðbót. Framtakssjóður keypti Icelandic group (áður SH og SÍF) félag sem var svo illilega komið á kúpuna eftir að ,,eigendur" höfðu tottað allt út úr því og skuldsett upp fyrir rjáfur.
Nú eru hluti fyrrum ,,eigenda" að sefa samviskukrílið sitt, með því að greiða landverkafólki Jólabónus OG ALLIR ERU FOKKINGS(eins og krakkarnir segja nú til dags) Í SKÝJUNUM YFIR ÞVÍ HVAÐ ÞETTA ERU NÚ ELSKULEGIR MENN!!!!!!!!!!!!!!!!
afsakið mig á meðan ég æli.
Förum aftur í tímann svona til loka 2008.
Sömu menn, sömu bankar að mestu, allir að skála í sínum fínu Armani fötum, eldri mennirnir með hálstau og í gráum jakkafötum, ungu töffararnir í BOSS/ Armani svörtum trend-fötum, með fráhneppt í hálsinn, með 60clock skugga (illa rakaðir) og allir í fíling, þvíað þeir voru búnir að afskrifa skuldir Ólafs Ólafs, Sigga Einars og Arabafurstanna upp á MILLJARÐA ÞÚSUNDIR.
Fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús.
Miðbæjaríhaldið
trúir ekki orði af því sem þetta lið er að setja á svið og fyrirlítur flesta sem koma þarna við sögu, því þeir eru vissulega sess verðir.
Rætt um verulegar afskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jess, og svo fáum við í almennu sjóðunum lækkun á lífeyrinum okkar. Opiberir starfsmenn eins og þú halda öllu sínu.
Halldór Jónsson, 5.12.2010 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.