28.1.2011 | 15:26
Þarna talar forystumaður sem heyrir
Mikið er ég ánægður með Hönnu Birnu núna. Sérstaklega þegar haft er í huga, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins á Alþingi virðast með hellu fyrir eyrunum eða tappa úr eyrnamerg græðgisvæðingarinnar.
Mér er farið að líða furðulega í Flokki mínum, þegar foringjarnir heyra ekki eða láta sem þeir heyri ekki í fólkinu í landinu, sem heimtar breytingar á ofurvaldi LÍjúgarana, með heilbrigðari kerfi til stjórnunar fiskveiða.
Þarna vaknar vonarglæta um, að Hanna verði rísandi í stuttri framtíð og hasli sér völl á landsvísu. Okkur Íhaldsmenn sárvantar forystumann, sem heyrir og skilur kvakið í brauðstriturunum, líkt og okkar fyrrum foringjar margir hverjir gerðu.
Áfram Hanna
![]() |
Ummælin eru með ólíkindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.