Enn er farið í ,,frjálsa" spítala.

 

Landakot var einnig rekið af Kaþólskri reglu nunnaundir stjórn Yfirlækna sem sumir gerðu mikið fyrir veg hans og virðingu.

Bjarni Jónsson frændi minn, var einn þeirra, hann gerði spítalann að þekktri ,,klíníkk" á mælikvarða sem ekki þekkist enn hérlendis. 

Augndeildin var fræg fyrir nýjungar og uppfinningar.

Bæklunardeildin og stoðmeinadeildin var án samanburðar víða um heim og þegar erlendir læknar komu til að skoða sjúkrahús hér, furðuðu þeir sig jafnan á, hve hámenntaðir menn ynnu á jafn litlum spítala, lærðir við frægustu spítala bæði vestan og austan hafs.  Þar var að finna nemendur fra´virtustu skólum/sjúkrahúsum í BNA, Þýskalandi og víðar.

Þeir þorðu að ,,flytja inn" sjúklinga og skömmuðust sín ekkert fyrir það, töldu það efla þekkingu og auka við reynslu innlendra lækna, því við værum einfaldlega ekki nægjanlega fjölmenn þjóð til að nægilegt ,,framboð" væri af tilfellum þannig að menn héldu færni sinni.

 Svo mun enn

Sorgarsaga, hvernig nú er farið fyrir því ágæta húsi og hvernig menn hafa haldið á spilunum í mönnun og aðbúnaði okkar sjúkrahúsa.  Það vantar stjórnanda á borð við ,,Beina" Bjarna svo menn muni hvað spítali þýðir og hvað er grunnur að farsælu starfi þjóðinni til heilla.  Ekki alltaf neitt sérlega  mjúkmáll en það er óþarfi við sumar aðstæður, menn vita oftar en ekki upp á sig sök ef einhver er.

 

Miðbæjaríhaldið


mbl.is Sorgardagur á St. Jósefsspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarfur pistill og góður Bjarni. Ég man þessa "dynamik" sem var á Landakotsspítala enda hluti af æskuslóðum mínum. Litið til baka er ég í engum vafa að allir sem þar unnu voru læknar og hjúkrunarfólk af heimsklassa og voru þar framkvæmdar skurðaðgerir og lækningar sem voru í engu samræmi við stærð og aðstæður. Eins og þú segir undruðust margir erlendir gestir hve fært starfsfólk gerði jafn margar flóknar aðgerðir á jafn litlum spítala. Stemmningin var ótrúlega góð mikill metnaður og ferskir vindar þekkingar og skemmtilegs andrúmslofts voru aðalsmerki Landakotsspítala.

Faðir minn vann þarna stærsta hluta síns starfsferils og man ég að hann sagði við mig einu sinni á efri árum að Landakotsspítali hafi verið sönnun þess hvað einstklingsframtakið væri öflug ef hin dauða hönd ríkisvaldsins léti það í friði.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband