17.2.2011 | 11:39
Kapphlaup við örmagna þjóð.
Ég hef fylgst með stjórnmálum um næstum hálfrar aldar skeið en aldrei aldrei orðið þess fyrr var, að stjórnvöld fari í kapp við þjóð sína um, að samþykkja lög sem skuldbinda þjóðina til langs tíma um greiðslur fyrir einkafyrirtæki, svo þjóðin nái ekki vopnum sínum og nái að skrifa undir bænaskjal til forseta um, að hlífa börnum sínum við álögunum.
Rifjar þetta upp fyrir mér, ískalt hljóðskeið þar sem áttræð kona hvatti börn sín lögeggjan, að fara af landi brott, svo þeim vegnaði betur en hér, á þessu Guðsvolaða landi, þar sem byrgðar eru lagðar endalaust á almenning ----- en sá hópur sem falsaði, stal, sveik og hlunnfór bæði núlifandi, sem liðna íslendinga og auðvitað óbornar kynslóðir líka, með beinum aðgerðum gegn fjárhagslegu sjálfstæði, ásamt og með gripdeildum á sjóðum þeirra kynslóða sem liðnar eru,--býr við gott viðurværi og í vellystingum praktuglega. Þessi góða kona vildi frekar leggja á sig einmannaleikann það sem hún ætti eftir ólifað en binda börn sín yfir sér, þannig að þeirra væri að axla þær byrgðar sem stjórnvöld hafa riðið þeim og þjóðinni allri, bæði núlifandi sem næstu kynslóð.
PEREAT!!!!!
Miðbæjaríhaldið
Forsetinn fékk frumvarpið í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.