Frekjuhundar sem rífa fylgi af okkur Sjálfstæðismönnum

 

Nú er kominn tími til, að stjórnandi menn í Flokknum, geri sér grein fyrir því, hvernig þessir frekjuhundar ætla að fá fram ólögvarðar kröfur, með frekju og yfirgangi, við fátækt verkafólk í landinu.

 

Ef það er mat forystunnar, að þetta sé í takt við stefnu og markmið Sjálfstæðisflokksins, ættu þeir að hefja lestur grunnrita okkar strax, því þar er margt að finna sem gefur tóninn allt frá stofnun Flokksins um, að ekki skuli líða ofríki auðmanna og að Flokkurinn sé allsekki stofnaður til  að örfáir fái að skafa til sín auð á kostnað almennings eða með sjálftöku úr sjóðum lands og þjóðar.

Þetta hefur gleymst á reiki manna um auðnir ofurfrjálshyggju og undanlátsemi við gróðafíkn, nokkuð sem vinur minn Matti Bjarna kallaði Gróðapunga, með tilhlýðilegri virðingu.

 

Nei nú er að fara aftur til þess tíma, sem allir duglegir menn voru sjálfkrafa Sjálfstæðismenn og ekki var um aðra flokka að ræða fyrir þá sem trúðu á, að allir ættu að njóta sinna krafta á því sviði sem þá langaði til og hugur stóð helst til.

Það er ólíðandi með öllu, að örfáir menn séu að koma því óorði á Flokkinn, að þeir gangi erinda sérréttindastétta og auðkýfinga.  Gjör rétt þol ei órétt var sagt hér áður og fyrr meir einnig var það ritað höfuðletri í hug allra Sjálfstæðismanna, að FRELSI EINS MÁTTI EKKI VERÐA HELSI ANNARS og að frelsi þínu lyki við að frelsi annars skertist við það.

Nú hefur mönnum nánast tekist, að gera alla unga menn (og það á við bæði kynin auðvitað) fráhverfa okkur og stefnu okkar, það er vegna þess, að forkólfar á borð við frekjuhundana í LÍÚ og fulltrúar Banksterana sem sumir eru þekkti meðlimir Flokksins koma svo oft fram fyrir hönd hinna ljótustu ofríkismanna og í sumum tilfellum afflytja það sem rétt er og satt í lögum þjóðarinnar með villandi tilvísunum í einhver lög sem þeir segja æðri okkar.

 

Nú er nóg komið, rekum ,,Langborðið "út í horn á næsta Landsfundi eða bíðum aftur afhroð með enn stærri afleiðingum fyrir land og þjóð.

Miðbæjaríhaldið


mbl.is 50 þús. 1. maí og meira síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég skildi ekki þessa tillögu hjá þeim?

 Það er yfirhöfuð ekkert að marka þessa menn og þess vegna verður almenningur að taka til sinna ráða, og taka stjórnina í sínar hendur! Bæði fyrir verkafólk og fyrirtæki!

 Þessir menn eru ekki með heila hugsun og stórhættulegir almenningi og fyrirtækjum þessa lands! Nú er vitleysan og siðlaus græðgin komin á endastöð og annað raunhæft verður að taka við.

 Svo ætla þeir að halda fiskveiðunum í gíslingu og svelta fólkið fyrir ræningja-bankana og stofnanirnar! Það er engu að tapa lengur og allt að vinna með því að taka stjórnina af þessum sjúku mútuþegum heimsmafíunnar. Það er betra að deyja við að berjast fyrir réttlætinu heldur en að deyja úr aðgerðarleysi, hungri og eymd! Endastöðin er sú sama í báðum tilfellum, þó meiri líkur á lífi með fyrri kostinum, það er berjast!

 Eftir hverju eigum við að bíða? Það er ekkert flókið að skipuleggja þessi mál og framkvæma fyrir utan víggirðingar siðlausra semjenda ræningja og nú stöndum við bara öll saman eins og í Icesave-málinu! Máttur og vald almennings er til alls góðs líklegur þegar hvatinn er réttlæti gegn óréttlæti. Og samstaða almennings óháð flokkum er það sem til þarf!

 Réttlætið er óflokksbundið og á skilyrðislaust að vera allra! Allt annað er bull og þvæla!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.4.2011 kl. 13:17

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Anna það er löngu orðið tímabært að fara taka upp mun öflugri baráttuaðferðir gegn mafíunni en við höfum notað fram að þessu! Ástæðan er augljós á okkur hefur ekki verið hlustað og sama flókið með sömu sjónarmið er að vinna gegn hag almennings og um leið verja elítuna með öllum tiltækum ráðum. Nú er svo komið að við verðum að taka höndum saman og berjast!

Sigurður Haraldsson, 15.4.2011 kl. 17:05

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Það er rétt og við verðum að hætta að hugsa hvort náungin sé í þessum eða hinum flokknum, eða hvað hann/hún hafi gert rétt eða rangt.

 Það er ekki venja hjá björgunarsveitunum að bjarga fyrst flokksbræðrum þegar komið er á slysstað eftir hamfarir. Við þurfum að taka vinnubrögð björgunarsveitanna til fyrirmyndar í verkum okkar. Ástæðan fyrir að treysta má á vinnubrögð björgunarsveitanna er að þeir vinna sjálfboðastarf þar sem peninga-guðinn ræður ekki forgangsröðun heldur mannúð og sjálfsbjargarviðleitni.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.4.2011 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband