11.4.2007 | 11:44
Af minnisglöpum.
Hef verið að skoða síður Samfylkingarmanna, karla og kvenna. Fátt er þar sem er bitastætt eða næringarríkt fyrir velferð þjóðarinnar.
Einu hef ég tekið eftir þó.
Þetta fólk virðist eiga það sammerkt, að þau muna ekki nokkurn skapaðan hlut af sínum eigin gerðum.
Eru búin að steingleyma afrekalista þeirra í R-listasamstarfinu í aðstoð og byggingu svonefndra ,,vistunarúrræða" (sem er ljótt og stofnunarlegt orð, hlaðið skoðunum á eldri borgurum um að þau þurfi að vist / geyma) . Ekki hrönnuðust upp slík heimili undir þeirra stjórn. Hvað í ósköpunum er í spilunum, sem fá ætti menn að ætla, að svo yrði, fengju þeirnú stjórn landsmála í sínar hendur?
Svo er við hæfi, að skoða heildarskuldir sveitafélagsins Rvíkur, með öllum fyrirtækjum þess undir, líkt og gert er með smærri sveitafélög.
Jú skuldir hrönnuðust upp, þrátt fyrir að minna hafi farið fyrir framkvæmdum borgurunum til heilla, nema ef Hringbrautin er talin til heilla okkur íbúum.
Svo eru það ,,stórátak í öðruvísi atvinnutækifærum" Lína Net stendur sem óbrotgjarn bautasteinn um reddingar þeirra, svo og önnur minni, sem lægra hafa farið.
ÉG bið allar góðar vættir forða Ríkissjóði frá slíkum snillingum í hagstjórn.
Svo er annar brandari.
Sá hér á síunum, að Jón nokkur ,,álverið er rétt að koma" ráðherra Krata var að tjá sig um hagstjórn. Ekki bera þessir menn mikla virðingu fyrir minni Herra og Frú Kjósanda. Við munum ,,hagstjórnar"- reddingar og aðgerðir þessara blessaðra manna.
Ei meir, Meistari ei meir.
Njótið dagsins
Miðbæjaríhaldið
Athugasemdir
Þú veist vonandi að það er ríkið sem stendur að byggingu elli og hjúkrunarheimila. Við borgum jú öll skatt sem fer í Framkvæmdasjóð fyrir það. Þú veist vonandi að það var framsókn sem fór fremst í Línu net dæminu og það hófs vegna þess að síminn neitaði almennilegu tilboði í háhraðatengingar fyrir borgin og skólana. Og þær tengingar sem lína.net stóð fyrir eru enn í gangi og þykja mun betri en tengingar sem símin bauð upp á.
Bara svona að benda á að Framsókn er í Ríkissjórn með Sjálfstæðisflokknum
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2007 kl. 21:39
Úps það er svona að tala í símann þegar maður er að skrifa athugasemdir þannig að það vantar einhver "t" og "a" og svoleiðis. Þannig að ef einhver saknar þeirra þá eru þau hér í síðustu setningu.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.4.2007 kl. 21:47
........
Þegar ég bloggið þitt þá ætlaði ég að spauga með það að þetta væri ekki Samfylkingunni að kenna heldur Framsókn... en sá svo að þurfti þess ekki..
Herdís Sigurjónsdóttir, 17.4.2007 kl. 10:08
Bjarni minn, horfðir þú ekki á viðtalið við Jón Baldvin í Silfri Egils í gær en þar sagði Jón Baldvin að samningurinn við Evrópska efnahagssvæðið, hefði verið nánast frágenginn í síðustu vinstri stjórn sem var undir forustu Steingríms Hermannssonar og Sjálfstæðisflokkurinn hefði hvergi komið þar nálægt enda hefðu þeir aldrei kunnað að fara með efnahagsmál.
Jakob Falur Kristinsson, 23.4.2007 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.