24.4.2007 | 09:45
Bið um umþóttun.
Sem áhugamaður um margskonar skiplagsmál, pólitíkk, góða meðferð fjármuna almennings (skatta), samgöngur, flug, akstur og síðast en allsekki síst,--velferð afkomenda minna. Verð ég að biðla til allra góðra manna um umþóttun í mikilvægum málum nútímans, sem kemur til með að ráða allmiklu um einmitt ofanritaða hagsmuni framtíðar.
Segi eins og listamaðurinn forðum ,,Ekki meir ekki meir" Meistari hér er leir.
Sko mín kæru. Menn ætla að fara gegn skynsemi, góðri varúð og umhverfinu, öllu saman í einu.
Altso, þeir eru fastir í þeirri firru, að byggja Stalíníkt sjúkrahúsbákn við rætur Suðurhlíða, á svonefndri Landspítalalóð.
Mikil er trú mannanna. Halda þessir ágætu menn, að starfsfólk þessa bákns geti tekið til vængja til að mæta í vinnuna? Núverandi starfsmannafjöldi við núverandi sjúkrahús er slíkur, að umferðateppa myndast við hver vaktaskipti. Ekki fækkar fólki í vinnu við stórfellda stækkun.
Sem bráðasjúkrahús fyrir nánast allt Höfuðborgarsvæðið nægir allsekki, að hafa eitt hús umkringt algerlega ófærum umferðahnútum, þrisvar á dag hið minnsta.
Ef lækna sem kenna í HÍ ætla að fara að kenna í binu framhaldi af vinnu sinni við sjúkrahúsið, fara þeir nefnilega út í bíl og aka sem leið liggur út í Vatnsmýri og upp í HÍ. Veðurfarið er nefnilega tiltölulega leiðinlegt við berangurinn við Vatnsmýrarflugvöllinn.
Nú ætla menn jafnvel ða leggja nýjan flugvöll uppi á heiði, er því ekki tilvalið, að setja niður sjúkrahús ( ekki svona skelfilega stórt) með slysadeild, niður á lóð Ríkisins við Keldur?
Er þar ekki styttra frá flugvelli, Mosó, Breiðholtinu, Grafarvogi, Grafarholti og hvað þessi nýju hverfi öll heita? Ætli ekki væri styttra að meðaltali fyrir starfsfólk að far til vinnu og þannig minnka akstur og mengun, þar sem flestir búa einmitt í þessum hverfum?
Elskurnar mínar, reynið að vakna ÁÐUR EN ÞIÐ FARIÐ AÐ BRJÓTA niður fullkomlega ágætar byggingar, svo sem Tanngarðinn.
Miðbæjaríhaldið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.