Göngum til verka á morgun, með þökk og lotningu.

Á morgun mun okkur gefast tækifæri til, að heiðra minningu allra áa okkar, sem lögðu mikið á sig til að þessi réttur, sem kosningarétturinn er, sé okkar.

Munum hvað mikið gekk á, til þess eins, að evrópskar hugmyndir um atkvæðisréttin var afnumin og konur fengu að ganga að kjörborðinu.  Minnust þess einnig, að það voru einmitt menn (karlar og konur) sem áttu rætur í hinni fornu hefð íslensku, að til væru menn annaðhvort kven eða karl.

Að vísu voru skilgreiningarnar nákvæmari fyrir vestan, því einungis voru nefndir menn, þeir sem voru ekki latir og lygnir, þeir töldust voru amlóðar og eimingjar, algerlega óbundið við kyn.

Það sem hefur skemmt fyrir mér í aðdraganda þessara kosninga er hversu gersamlega sumir eru lausir við samvisku og geta gengið um ljúgandi, með hálfsannleik að vopni og öngvir leiðrétta, síst þeir sem fara með ,,Fjórða valdið".

Umfjöllunin um biðlista og húsnæðisvanda hinna ýmsu hópa hefur riðið röftum og ekki nokkrum manni í ranni ,,Fjórða valdsins" hugkvæmst að grennslast fyrir um, hverju sætti og hvað væri sannast í málflutninginum.  Dæmi:  BUGL er að fá nýja viðbót við húsakost sinn og hefur nú þegar verið tekin gruunnur að þeirri viðbót. 

Annað dæmi:  Komið hefur fram hjá forsvarsmönnum allmargra ,,dvalarheimila" að lóðaskortur í tíð R-listans hafi verið hvað mest afgerandi þáttur hvað hamlaði frekari uppbyggingu dvalarrýma.  Því er það afar ódýr málflutningur, að setja stjórnvöld upp sem blóraböggul í þeim efnum.

Sama:  Fjórða valdið hvurgi nærri í rannsóknarblaðamennsku sinni.

HVER DÆMI SJÁLFAN SIG OG LÁTI SAMVISKU SÍNA RÁÐA.

 

Gleðilegan kjördag.

 

Miðbæjaríhaldið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband