22.5.2007 | 14:01
Ný stjórn. Hver verða úrlausnarefnin?
Nú kvað ný stjórn vera að taka við og ber að óska henni alls hins besta. Það er gamall og góður siður, sumir gerðu það í bundnu máli líkt og Leirulækja Fúsi.
Það er alveg mergjaður andskoti, hvað úrlasunarefnin eru lík hjá nýjum stjórnum allt frá Lýðveldisstofnun.
Atvinnuvá hjá sumum, verðbólga - dýrtíð, þensla hjá sumum, ofát hjá öðrum.
Flateyri er nú í fókus, gæti svosem verið hvaða fiskiþorp sem væri, víðsvegar við strendur okkar fagra lands.
Kerfið er sagt gott en það er verra með afraksturinn eða þannig. Minnkandi veiðstofn, bjargfugladauði, þar sem þeir fá ekki í gogginn. Aflabrestur á fyrrum gjöfulum miðum, síminnkandi einstaklingar í stofninum og hrun í Rækju.
Samt er engu breytt, því að ,,menn verða að vita að hverju þeir ganga í skipulagningu sinna fyrirtækja" eins og það heitir núna.
Jæja, nú eru menn að ,,hagræða" Hjálmi út úr greininni, fiskvinnslustöð, sem liggur nánast við hliðina á einhverri bestu fiskimiðum Evrópu, þó lengra væri leitað.
Lífríkið er stórskemmt á mjög stórum svæðum ,,landflæmi" á botninum er auðnin ein og Kólrallar, sem áður veittur smásærri átu (aðal fæðu síla og seiða eftir að kviðpokastigi sleppir) nauðsynlegt skjól til vaxtar og viðgangs. Fæðukeðjan er brostin á stórum landsvæðum hafbotnsins en ENGUM NÁTTÚRUVERNDARMÖNNUM dettur í hug, að hrópa-------þetta sést nefnilega ekki berum augum ofan af landi.
Frá mínum sjónarhól er aleitt verkefni fyrir nýja stjórn en það er aðkallandi.
GEIRNEGLA FULLVELDISRÉTT ÞJÓÐARINNAR Á ÖLLUM AUÐLINDM OKKAR FAGRA OG GJÖFULA LANDS.
Allt annað væri ekki einungis óhappaverk, heldur algert feigðarflan.
Sumum lesendum, þykir líklega þessi pistill, sem rám rödd úr fortíðinni en því get ég lofað viðkomandi, að ENN RÁMARI VERÐUR HRYGLAN ÚR BÖRKUM AFKOMENDA OKKAR verði fullveldiseign þjóðarinnar ekki kristalklár í framtíðinnni.
Græðgin er góð sem hvati til sjálfsbjargar en hlutverk stjórnvalda er, að stemma hana þannig að ekki verði frelsi eins, helsi annars.
Græðgin elur af sér Lygina, sem er í flokki með Höfuðsyndunum Sjö.
Mér dettur ekki í hug,a ð leggja mikla trú á lofræður eins Gróðapungs um heilindi annars í hlýðni við Kvótakerfið, til þess þekki ég of vel til einda mannsins.
Svo svona til að hugleiða enn frekar Fæðukeðjuna.
Hvar er Stóra Skata á Vestfjarðamiðum?
Hvar eru allar Sprökurnar sem áttu óðöl sín útifyrir og inni í Breiðafirði, Patreksflóa og fram í Röst?
Gætu þessi dýr hafa misst sín Pétursskip í trollin, sem urðu stærri og öflugri með Skuttogaravæðingunni? Og enn hafa þessi veiðarfæri stækkað og togafl skipa aukist mjög.
Hvernig er jafnað með heilögum Kvóta, á móti þeim stórfiski, sem kemur í Flottrollin, við veiðar á Síld, Kolmunna og Loðnu? Vita menn ekki, ða þar fara stóru hrygninga,,Beljurnar" og Aulafiskurinn, sem vantar í stofninn? Svo eru menn að mikla fyrir sér og hneykslast á Snurpuveiðum á hrygningafiskinum hér í eina tíð. Tvískinungsháttur.
Miðbæjaríhaldið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.