24.5.2007 | 09:57
Sáttmáli um hvað?
ÞEgar er haldið af stað í ferð, eru menn oftar en ekki tiltölulega bjartsýnir. Er svo um nýja stjón og almenningur varpar öndinni léttar og horfir fram í Vorið og er í sálinni þakklátt fyrir, að nú muni ,,Þessir karlar" sjá um málið og ekkert um að hugsa fyrir nema að pakka nægjanlegu af sólarvörn niður í töskuna, í fríið.
Las Stefnuyfirlýsinguna með athygli en viti menn, EKKI EINN STAFUR UM LÍFRÍKI SJÓVAR. Mikið blek um jarðrask, skógrækt, mat á (peningalegu)verðmati lands og svæða, friðlönd á hálendinu og hvaðeina tltekið af mikilli smásmyglu.
Eitt stakk mig þó. Ætlaðar friðlendur eru nánast allar við eða í nágrenni við virkar eldstöðvar. Hérfetir mun hún Hekla mín og þær eldstöðvar sem liggja að Langasjó, Þjórsárverum og víðar, að fara fyrst í uhverfismat, áður en þeim dettur í hug, að ræskja sig.
Vonandi les Almættið þessar friðanaáætlanir.
Miðin umhverfis landið eru léttvæg fundin og ekkert hugað að þeirri umhverfisvá sem þar er og áfram eiga stórvirkar vinnuvélar (Trollin) að fá að eyða skógum Kóralla, brjóta og mylja raunin og í fáum orðum sagt, HAFA SÍNA HENTISEMI.
Þessi siður manna, að fara fögrum stofnanafrösum um nánast allt lesefni, sem kemur frá fundum er hvimleið. Ekkert kemur út úr svona ,,égvildibaraaðþettaværisvona" ályktunum. Síðan verður haldinn fundur um síðasta fund, hvar niðurstöður hans verða rýndar og brotið til mergjar, miðað við upplifanir og kynjabundin viðhorf, til alls samþættingaferilstengds árangursmats.
Svo er ekkert annað að gera en kalla menn til ráðstefnu um árangursmiðaðar samþættingar kynjafræðilegrar úttektar á mannauðsmiðuðum aðferðum og teymislægum breytum í atferli fugla.
Semsagt
allir ánægðir með Stjórnarsáttmálann.
Miðbæjaríhaldið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.