Hrafnkell fallinn frá. Harmafregn.

 

 57018

 

 

Hann er allur hann Hrafnkell A Jónsson hörkunagli að Austan. 

ÉG kynntist honum á vegum Sjálfstæðisflokksins, hvar hann var áberandi málafylgjumaður.  Fastur fyrir og einarður.

Menn vissu hvar hann var og hvernig hann artaði.  Hann var heill í þeim siðum.

Við sem teljumst af ,,gamla skólanum" í pólitíkinni, fæddir um og eftir miðja síðustu öld, höldum drenglyndi í hávegum og þar var ekki komið að tómum kofanum hjá Hrafnkatli.

Við áttumst við, vorum ekki ætíð sammála en ég að vestan og hann að austan, skildum svosem hvað á okkar fólki brann.  Hrafnkell vildi ekkert miðjumoð í baráttunni fyrir sitt fólk og kunni málamiðlunum svona hæfilega vel.

Ég kveð fallinn vin með virðingu, söknuði og að sið þeirra sem vita, að síðar mun launum lífshlaups hvers og eins úthlutað í þeim verðmætum sem sælust eru.

 Bjarni Kjartansson

núverandi Miðbæjaríhald, áður Vestfjarðaíhald


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband