12.6.2007 | 13:58
Hvurnig er þetta með Skuggahverfið?
Hér í eina tíð, þótti nú ekki par fínt, að búa í skuggahverfinu. Sólar naut þar síður en sunnanmegin í Skólavörðuholtinu, enda bendir nafngiftin ,,Suðurhlíðar" til, að þar hafi verið notalegra.
Þetta er núna auðvitað löngu liði og eru menn að verðleggja íbúðir í turni nokkrum, afar góðum, á mjög margar milljónir.
Svo ku einnig verða með íbúðir, sem menn mega búa í, ef þeir leggja fram sem tryggingu, svona um það bil 40 millur. Sá sjóður rýrnar eftir því sem árin líða og svo þarf að greiða fasteignagjöld og svoleiðis nokk af sömu íbúðum. Ekki mega menn veðsetja íbúðirnar sínar, heldur er litið á þessa aura (um 40.000.000,00 kr) sem svona nokkurskonar pant. viðkomandi ma´síðan búa þarna þar til öndin yfirgefur hann. Mikil ljúfmenni standa að svona byggingum.
Semsagt, akkúrat. Mikið til af aurum hjá mörgu fólki og er það auðvitað vel en mér finnst nú einhvernvegin, að sumir séu að fífla suma. Ég samgleðst þeim sem geta látið svona mikla peninga í íbúðir og umgjörð um sig.
Hinsvegar er mér nokkuð í nöp við þá sem taka til sín of háar upphæðir af framlegi ungmenna, sem eru að byggja sér íbúðir og þurfa að taka til þess lán. Þessir aðilar geta, að því er virðist, lifað í vellystingum og bruðlað í hvaðeina en samt haldið vöxtum verulega ofar en gerist í viðmiðunarlöndum okkar í Evrópu. Síðan eru það vaxtavextirnir, Verðtryggingin, og síðast en ekki síst, skelfilegur kostnaður, sem leggst á afborganir, sem fallið hafa niður af einhverjum völdum, lögfræðikostnaður. Sá tollur virðist vera algerlega að sjálfdæmi þess sem á leggur. Hef séð upphæðir sem fengju svona venjulega brauðstritara að svitna, bara fyrir að senda eitt lettersbréf, sem er staðlað í tölvukerfum löffana.
Hér verðum við að huga að, því ef brestur samstaða þjóðarinnar um séreign á íbúðarhúsnæði og að fólki, með venjulegar tekjur geti komið sér fyrir í svona venjulegum hýbýlum, ekkert of í lagt, heldur svona eðlilegar íbúðir, án verulegs íburðar,--erum við komin að hengiflugi, sem við vitum ekkert um, hvernig mönnum muni af reiða eftir fall þar niður.
Þetta var svona hugleiðingar í góða verðinu.
Miðbæjaríhaldið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.